FORHERÐING að SKAMMAST sín EKKI

Ég „þigg“ laun frá ríkinu og er þakklátur.                                                             

Auk þess fæ ég ókeypis í sundlaugar  Það er yndislegt. Ég fengi líka smá afslátt af útlenskum bíómyndum sem ég notfærði mér, gæti ég setið svo lengi á mínum bága botni. Reyndar fengi ég líka góðan afslátt í strætó en nýti ekki, af því að ég er svo heppinn að eiga bíl.  Hann er reyndar kominn yfir fermingaraldur en dugir ágætlega og kostar þó ekki nema kr. 15,70 að aka km.

Þá fæ ég flestöll lyf mjög niðurgreidd, svo og læknisheimsóknir og rannsóknir. Svo fæ ég fyrr en „almenningur“ afsláttarkort vegna þessa. Fyrir vegabréf greiði ég bara helming (jafnvel bara 1/3). Sumar verslanir og þjónustufyrirtæki veita líka ívilnanir.  Bifreiðagjöld og fasteignaskattur eru með heilmiklum afslætti.  Það er líka frábært.

Það er skítt ef ég hef gleymt e-u. Biðst þá afsökunar og þakka ef ég kann  að fá e-ð fleira sem ég man ekki í svipan.  Það eru jú skattborgararnir sem gera mér allt þetta kleift.

Fór í bíó með ungri konu. Vissi að hún hafði verið sjúklingur alla ævi og hlyti að vera með OROR kort. Spurði afhverju hún sýndi það ekki og fengi 300kall í afslátt.  Henni fannst það svo hallærislegt; vildi ekki láta sjást að hún hefði ekki fulla starfsorku.  Þá sagði ég henni sögu af heilbrigðisstarfsmanni (Þórunni, hjúkrunarfr. á Reykjalundi) sem hefur gert mér lífið léttara á ýmsan hátt, m.a. með því að spyrja mig hvort ég héldi að e-r vildi skipta við mig, þegar ég sagðist skammast mín fyrir að vera á fullum launum úti í sólinni fyrir utan stofnunina, hjóla svo í laugina (ókeypis), þegar starfsbræður mínir væru í vinnunni, sveittir og þreyttir fyrir innan gluggatjöld, á sömu launum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldeilis að þú ert dugleg á blogginu í kvöld!  Sko, þú ert enn á villigötum: Þú átt náttúrlega að kvarta yfir því að fá ekkí líka niðurgreitt húsnæði og Guð hjálpi þér að þakka fyrir allar niðurgreiðslurnar:  sittu frekar heima hjá þér og reiknaðu saman hvað þú neyðist til að borga út af reglum um þátttöku sjúklinga.

Nei, annars sem vinnandi manneskja sem borgar tekjuskatt þá þykir mér ofsalega vænt um þig og hina öryrkjana sem gera sér grein fyrir því að samfélagið léttir þeim lífið og það er oft á kostnað þeirra sem hafa ekki úr miklu meira að spila. En eins og þú segir þá höfum við heilsuna og það er mikils virði. Njóttu niðurgreiðslnanna og mikið vildi ég að örykjar almennt tækju viðhorf þitt sér til fyrirmyndar.

Nefródíta 27.5.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Beturvitringur

Halló "Díta" mín (finnst ég megi nota gælunafn af því að þú ert mér svo hliðholl(ur))

Það er ekki frá því að mér finnst að ég hafi fengið trú á mannkynið á ný, - að til skuli vera fólk sem SKILUR mig.

Bjargaðu mér bara með eitt, sem ég fattaði ekki í aths þinni: "og það er oft á kostnað þeirra sem hafa ekki úr miklu meira að spila"

Svona að lokum í bili (verð að fara að hætta þessari jákvæðni hí hí tí tí) Þá segi ég það og hef oft sagt það að SUMT láglaunafólk hefur það miklu lakara en SUMIR öryrkjar. Ekki misskilja, örorkan er á svo rosalega breiðum ás.

Beturvitringur, 27.5.2008 kl. 23:57

3 identicon

Þó það nú væri að ég "bjargi" þér til að skilja , Vitringur minn! Ég á við að meðal tekjuskattsgreiðenda er fólk sem hefur minna í nettólaun en örykjalífeyrinn er eða ekki mikið meira.

Uss, það er fallfallt að fá trú á heila mannkynið út á mínar skoðanir! Þær falla víða í grýttan farveg.

Díta 28.5.2008 kl. 00:15

4 Smámynd: Beturvitringur

Ég sé að þú bendir náklvæmlega á það sem er í síðustu efnisgreininni: "... SUMT... SUMIR..."

Rétt er það, ekki á að kremja láglaunafólk á vinnumarkaði eins og nú er gert! Ég vil ekki hafa það tiltölulega náðugt á þeirra kostnað. Þakka þér fyrir þitt framlag, vonandi ertu ekki á skítakaupi

Beturvitringur, 28.5.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband