ÓLÍK MEÐUL
er yfirskrift merkilegrar (að ekki sé sagt magnaðrar) frásagnar Einars Magnússonar, lyfjamálastjóra heilbrigðisráðuneytisins.
Greinin / viðtalið birtist á heimasíðu HUGARAFLS og er ekki síður skemmtileg en fræðandi. Einar vann við að koma á lyfjalögum í Vietnam og var heiðraður sérstaklega fyrir þátt sinn í því.
Hann segir frá mismunandi viðhorfum til veikinda, lyfja og meðferðar. Það sem í einu landi er litið á sem "hefðbundið" er annars staðar "óhefðbundið". Forsendur ólíkar í austri og vestri.
Greinina í heild er að finna á
http://www.hugarafl.is/frettir/1005/
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:43 | Facebook
Athugasemdir
Gaman að þessu. Ég reyndar fór inn í apotek í Vietnam og bað um parkodin eða parasetamol. Fékk afgreiddar 10 töflur á spjaldi....og enginn pakki/kassi. Var ánægð að umbúðirnar væru sparaðar. En menningin er svo gerólík okkar, mikil virðing borin fyrir eldra fólki og forfeðrunum færðar gjafir í hofin. Félag Íslenskra Hjúkruarfræðinga bauð einu sinni upp á merkilegan fyrirlestur um mismunandi menningarheima. Á Íslandi trúum við því staðfastlega að lýsi sé allra meina bót. Hvert mennigarsvæði á sitt "lýsi" sem flestir nota. Oftast einhver jurtalyf.
Hólmdís Hjartardóttir, 10.6.2008 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.