Hissari en ég á vanda til

Rétt fyrir miðnættið hringdi ég í lögreglu; fyrst í Kópavogi og svo í tvö númer hjá Rvk.lögreglunni en það hringdi alls staðar út.

Þetta var EKKI 112 (svo e-r fái nú ekki fyrir hjartað við tilhugsunina við að fá fyrir hjartað (enda ekkert hættulegt að fá FYRIR hjartað, verra ef veiklunin er Í hjartanu)).

Vildi ekki heitstarta adrenalíninnspýtingu e-s lögreglumanns svo ég hringdi í 444-númerin. Ætli sé ekki hægt að tala við neinn á lögreglustöð nema á daginn... nema auðvitað í 112 þegar mikil alvara er á ferð?

Get ekki spurt þá sjálfa, þeir svara ekki - reyni á dagvakt á morgun.

Erindið var að ég fór að taka eftir bíl vegna sérkennilegrar staðsetningar. Núna hefur hann staðið dögum saman, einn og eymdarlegar langt frá öðrum bílum (þetta er samt merkt bílastæði)

Með frjósamt ímyndunarafl og alltof mikinn tíma, hef ég skáldað þennan líka fína krimma í kringum þennan yfirgefna bíl. A.m.k. að honum hefði verið stolið og hann skilinn þarna eftir. Þar sem mér þætti ömurlegt að vera í sporum eiganda í slíkum léttkrimma, ákvað ég að varpa ljósi á glæpinn!

Ef þið hafið tapað gráum tveggja dyra mustanglegum bíl með vindkljúf, lituðum rúðum og álfelgum (sýnis mér) getið þið fengið upplýsingar. Veit ekki hvort einhver er inní honum :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

bíð eftir kafla 2

Hólmdís Hjartardóttir, 11.6.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband