SÖGULOK?

III. og LOKAKAPÍTULI.  Eftirmáli leyndardómur

Bifreiðin fjarlægð fljótlega eftir þetta upplýsandi símtal.  Kannski „þeir tveir“ hafi eftir allt farið í „bíltúr“. Bíð eftir Kastljósi eða Kompási, nú eða gleymi þessu, gleymi hvort eð er flestu.

 

 

II KAPÍTULI.  Grái bíllinn og löggan" (ímyndunarkrimmi)

Nú náðist símasamband við lögregluna, enda vaknaðir litlu hnoðrarnir.

"Góðan dag, "xxxBeturvitringurxxx" heiti ég. Ég er nú svona heimaröltandi og hef marga undanfarna daga tekið eftir bíl á stæði og nú farinn að ímynda mér að honum hafi e.t.v. verið stolið og skilinn þarna eftir.

"Nú, hvaða númer er á honum?"

"Ég sé það ekki, hliðin snýr að mér"

"Þá er nú ekkert hægt að gera"

"Nú?"

"Ef þú gefur upp númerið, getum við flett þessu upp í hvelli"

Aðeins byrjað að sjóða á mér:  "Ég skakklappast ekki út á hækjum til að gá að því"

"Þá er ekkert hægt að gera"

Nú kominn með taugaveiklunareinkenni; hjartslátt og létta ógleði: "Bíddu, hélt að þið vilduð kannski kíkja á þetta"

"Við sendum ekki tvo menn á staðinn án rökstudds gruns"

Langaði nú að brýna raustina: "Ég hélt að þið færuð kannski stundum í "bíltúr"

"Já, en það fara ekki  menn í svona"

"Jæja, mér finnst nú samt að hafa megi þetta í huga þegar þið eigið leið framhjá.  Þetta er hjá mjög fjölfarinni götu"

"Við vitum ekkert hvenær það verður"

"Nei, en þá kannski hægt að nota blað og blýant við að rita númerið og kanna við næsta tækifæri. Hafi bílnum verið stolið, yrði eigandinn trúlega þakklátur fyrir aðstoðina"

"Hvar er þetta?

"Vestast á bílastæði XXXXX skammt frá bensínstöðina"

Nú HANN orðinn hálfpirraður á MÉR:  "Jæja, við vitum þá af þessu"

"Fínt, já, takk, blessaður"

 

(ekki þakkaði hann fyrir, enda ....) 

  

I KAPÍTULI.  Grunur kviknar, lögreglan sefur

Rétt fyrir miðnættið hringdi ég í lögreglu; fyrst í Kópavogi og svo í tvö númer hjá Rvk.lögreglunni en það hringdi alls staðar út.

Þetta var EKKI 112 (svo e-r fái nú ekki fyrir hjartað við tilhugsunina við að fá fyrir hjartað (enda ekkert hættulegt að fá FYRIR hjartað, verra ef veiklunin er Í hjartanu)).

 

Vildi ekki heitstarta adrenalíninnspýtingu e-s lögreglumanns svo ég hringdi í 444-númerin. Ætli sé ekki hægt að tala við neinn á lögreglustöð nema á daginn... nema auðvitað í 112 þegar mikil alvara er á ferð?

 

Get ekki spurt þá sjálfa, þeir svara ekki - reyni á dagvakt á morgun. Erindið var að ég fór að taka eftir bíl vegna sérkennilegrar staðsetningar.

 

Núna hefur hann staðið dögum saman, einn og eymdarlegar langt frá öðrum bílum (þetta er samt merkt bílastæði)

Með frjósamt ímyndunarafl og alltof mikinn tíma, hef ég skáldað þennan líka fína krimma í kringum þennan yfirgefna bíl. A.m.k. að honum hefði verið stolið og hann skilinn þarna eftir. Þar sem mér þætti ömurlegt að vera í sporum eiganda í slíkum léttkrimma, ákvað ég að varpa ljósi á glæpinn! Ef þið hafið tapað gráum tveggja dyra mustanglegum bíl með vindkljúf, lituðum rúðum og álfelgum (sýnis mér) getið þið fengið upplýsingar. Veit ekki hvort einhver er inní honum :)

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Leiðinlegt, ég sem var orðinn svo spenntur.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 12.6.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Beturvitringur

Heldur þú að ég hafi tekið sönsum?  Nú fyrst get ég séð hvað gerðist, sko í kollinum á mér.

Get eiginlega ekki setið á mér að tala aftur við lögguna til að spyrjast fyrir, en það væri þá bara orðið of augljóst hvernig maður er orðinn og svo

1) óttast ég að sami ljúflingurinn svaraði

2) sennilega mættu þeir ekki segja manni neitt.

3) það alvarlegasta:  Einhver sáraómerkileg skýring, sem yrði óþolandi!

Beturvitringur, 12.6.2008 kl. 23:58

3 identicon

Hef fylgst spenntur með löggusögunni. Varð fyrir smá vonbrigðum með endinn. Bara ein spurning; Er lögreglan ekki þjónn fólksins? Hélt það a.m.k., finnst þessi sem svaraði í símann kannski ekki alveg vera að vinna vinnuna sína. Haltu endilega áfram að skipta þér af - hver veit nema að eitthvað verulega krassandi komi út úr því.

Lokkalínus 13.6.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband