MARKLAUS fjölmiðlaKÖNNUN

Varla þarf íþróttamaður að borga (stórfé) til þess að fá að vita hvort hann hafi komist í mark, hve langt hlaupið (t.d.) hann hafi, á hve löngum tíma og hvar hann hafi verið í röðinni.  Getur varla verið!

Alltaf eru e-r kannanir í gangi. Núna stendur m.a. yfir fjölmiðlakönnun. Niðurstöður eru jafnharðan kynntar og unir hver glaður við sitt. En ekki hvað? Því stærri súla í ritinu, þeim mun flottara.

Ég tók eftir því að ekki er að finna niðurstöður áhorfs/hlustunar allra fjölmiðla. Ég hlusta oft á Útvarp sögu (nema á ákveðna, að mér finnst, hræðilega þáttagerðarmenn) svo...

... þegar ég rak augun í að ENGINN virtist hlusta á ÚS, fannst mér það harla skrýtið. Velti því fyrir mér hvort ég og innhringjendur (sérkennilegar endur) væru einu eyrun sem ljáð væru stöðinni.

Þegar ég spurðist svo fyrir, var mér sagt (firri mig ábyrgð, þetta flokkast undir slúður) að það kostaði 2-3 millur að TAKA ÞÁTT.

Verður niðurstaða slíkra kannana marktæk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband