Viljirðu ÆTTLEIÐA HVAL ...

... á þessi færsla ekki við þig. Þú kemur þér bara í samband við foreldrana.  Hendirðu alls kyns nytja- og skrautmunum, á þessi færsla heldur ekki við þig. Eigir þú ekkert sem þú ekki notar eða nýtir, hættu þá að lesa núna.

Sértu aftur á móti manneskja sem vilt ekki henda hlutum/varningi en vilt gjarna leyfa öðrum að njóta, ertu á réttu róli. Skítt með hvalina, en langi þig að styðja stelpur, ómenntaðar mæður og/eða drengi í Yemen, þá bið ég þig að renna yfir þetta.

Í PERLUNNI hinn 30.ágúst nk. verður markaður í anda arabalanda "Súk".  Þar verður allt mögulegt og ómögulegt til sölu.

Nú fer fram söfnun á varningi sem til sölu verður. Óskað er eftir:

Vel með förnum og vönduðum fatnaði; kjólum, skóm, pilsum, buxum, peysum, jökkum, veskjum, slæðum, sjölum, höttum, hönskum, jakkafötum, skyrtum, bindum, ermahnöppum, frökkum, beltum, töskum, barnafötum, leikföngum, hálsmenum, hringum, eyrnalokkum, armböndum, púðum, teppum, mottum, vösum, lömpum, dúkum og fleiru þvíumlíku.

Tekið er á móti varningi að Síðumúla 15 (gengið niður með austurhlið og inn að neðanverðu. 

Opin móttaka frá kl. 12:00 til 18:00 alla daga nema sunnudaga.

Auðvitað gefur maður ekki Pétri og Páli án þess að vita hvað um það verður.  hér er auglýsingin sem skýrir allt, s.s. tildrög söfnunar, markaðar og stuðningsstarfs Nouriu (núría) Hún er fyrir miðri mynd

  100_0079

 Arabastelpur í hvítuKjólar, enginn skóli.

(Athugið að það sem ekki gengur út verður gefið í fatasöfnun Rauða krossins og Góða hirðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband