Lifandi dæmi um lánleysi lánsglaða landans

 golf

Þessa dagana er ég að leita mér að bíl. Það sem er óvenjulegt núna, eins og flestir vita, er gífurlegt framboð og mikil verðlækkun... sem kemur mér og öðrum kaupendum auðvitað afar vel.

Veit samt ekki hvort ég hef brjóst í mér til að prútta við eiganda sem þarf að selja í neyð á niðursettu verði.

Reyndar hef ég aldrei selt bíl. Kaupi bara bíl og keyri hann síðast bensínlausan í til þess gert port.bíldrusla

Til að byrja með hef ég skimað á bílasölusíðum og -spjalli. Veit svona nokk hvað ég vil, allavega hvað ég vil ekki. Tel mig geta keypt eitthvað sem ég þarf ekki að keyra í port næstu 5-6 árin.

Maður verður bara grátklökkur við að lesa tilboðin. Í fyrsta lagi hvað margir bílar eru til sölu og hve sölubílar eru með hátt hlutfall verðsins í áhvílandi lánum. Fyrstu bílaárin mín, nennti fólk varla að gá í veðbækur að áhvílandi bílalánum, það var svo sjaldgæft.

Í öðru lagi var ógrynni bíla sem þurfti ekki að borga neitt út, bara taka yfir lánin. Ég er ekki á því að yfirtaka lán nema með þeirri vissu að borga mætti þau upp á stundinni.

Loks var það sem mér þótti mest "hrollvekjandi" (ath meðvirknin), fann reyndar bara eitt slíkt dæmi;lánatákn það var góður bíll og ekki þurfti að reiða fram neina borgun (yfirtaka áhvílandi lán) og seljandinn bauð kr: 350.000 í vasann til kaupanda!!!   Þótt hann hafi verið vitlaus á sínum tíma ætla ég ekki aðf ramkvæma samskonar vitleysu núna.

 

Mér er „stirt um stef" þegar ég hugsa til alls þess fólks (ekki bara unga fólksins) sem hefur litið á allt að 100% bílalán sem lottóvinning. Nú verður sama fólkið að byrja að hugsa, kannski heldur seint.

Meðvirkni er aðalorðið nú til dags, svo ég hlýt að koma upp um meðvirkni mína með því að kunna ekki við að prútta við „þessi grey".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

 Prúttaðu ekki þér að kenna að þeir mistigu sig.

Ómar Ingi, 26.9.2008 kl. 00:15

2 Smámynd: Beturvitringur

Þess vegna bloggaði ég þetta. Fékk "pepp" frá þér og svo vonandi fleirum. Þannig verður þetta meðferð gegn aumingjagæsku (meðvirkni?)  Takk fyrir þitt

Beturvitringur, 26.9.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Við keyptum notaðan bíl hjá Toyota um daginn og það var afar þægilegt, ekki síst vegna þess að það er ábyrgð á þeim og þeir yfirfara bílinn áður en þeir selja hann. Mæli með þeim.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.9.2008 kl. 09:27

4 Smámynd: Beturvitringur

SOS, takk. Tek þetta í sarpinn (hafði ekki hugsað um þetta)

Beturvitringur, 26.9.2008 kl. 13:23

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

prútta bara

Hólmdís Hjartardóttir, 27.9.2008 kl. 02:02

6 Smámynd: Beturvitringur

Þið eruð að verða búin að hreinsa mig af þrálátri aumingjagæsku. Flott. Bloggmeðferð

Beturvitringur, 27.9.2008 kl. 04:17

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég tek ofan fyrir þér ef þú stendur föst á prinippinu og hagnast ekki á neyð annarra.  Það er skelfilega ljótt.

Gangi þér vel.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 08:41

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, PRINSIPPINU átti að standa þarna Beturvitrungur góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband