5.11.2008 | 02:39
Lítil og krúttleg bankasaga (*&*) VÁ, TILBOÐIÐ, mar!
Veit ekki hvort skal brosa eða yggla sig við svona framsetningu, allavega fæ ég svokallaðan aulahroll. Annað hvort er bankinn (markaðsdeildin) fífl, eða þeir halda að fólk sé fífl eða, það sem verst væri, - að fólk væri í raun fífl. Hafi ég skilið þetta vitlaust, þá er ég auðvitað fíflið
Banki auglýsir þessa dagana að þeir sem leggi inn eða stofni ákveðinn reikning fyrir 10. nóvember, fái 10% vaxtaálag á áunna vexti.
Þar sem skuldir mínar voru skráðar með ósýnilegu bleki, telst ég enn til milljónamæringa. Gott væri því að geyma svo sem ein mánaðarlaun á góðum reikningi (hefði ég haft rúmar 62.000.000 "meðan allt lék í lyndi" hefði þetta skipt nokkru). Reiknaði svo með leifturhraða eins og eðalfífl gera og fíflaútkoman var þessi:
Legg inn 100.000 þann 10.nóv
Vextir á reikningnum eru sennilega aðeins undir verðbólgu, ágætir samt í þessu fjandans ástandi - 17,2%.
Vextir til áramóta yrðu kr: 2.388
10% vaxtaálag yrði því 239 krónur.
Vonandi er hægt að ganga frá þessu í heimabanka, annars færi "ábótin" í bensínkostnað
Jafnvel þótt gamli maðurinn sem ekki á tölvu færi í strætó í bankann, dygði þetta ekki til.
AUÐVITAÐ yrði þetta rosalegt ef maður ætti milljón - þá næði maður fyrir pizzu; 2388 krónum.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 02:50
Þetta er veruleikinn okkar með krónuna og efnahagsástandið.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 5.11.2008 kl. 11:50
Kvitt
Ómar Ingi, 5.11.2008 kl. 19:20
Mér sýnist að enginn græði á þessu nema nemandi sem ferðast ókeypis með strætó!
Nefródíta 5.11.2008 kl. 23:42
já, og hann á varla svona mikla peninga. Eins og krakkarnir segðu: "Gleymd'essu"
Beturvitringur, 6.11.2008 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.