Sekt, sakleysi, þöggun, leynd, varúð

 

Enn síður en aðrir veit ég hver er sekur eða saklaus. Og enn síður á hvern hátt þeir seku eru sekir. Og allra síst hvernig þeir fóru að því.  Hafi þeir gert þetta "alveg óvart" eru þeir heimskir upp til hópa og hafa ekki verið starfi sínu vaxnir.  Hafi þeir gert þetta allt af ráðnum hug, hafa þeir líka verið vanhæfir, - vegna saknæmra vinnubragða.  Sem sagt réttir menn á röngum stöðum, eða rangir menn á/í réttum stöðum, hvernig sem á það er litið.

Eitt verð ég þó að segja að mér finnist sérkennilegt. Fólk sakar ráðamenn, með forsætisráðherra í fararbroddi, um leynd, skort á upplýsingastreymi og þumbarahátt.

Auðvitað á að upplýsa almenning um ástand, horfur og bjargráð, EN það er ekki hægt að segja öllum frá öllu meðan á samningaumræðum og -gerð stendur.  Það getur beinlínis sett áætlanir og samninga í uppnám ef fréttist um ráðabrugg og herbrögð.

Við erum ekki sambandslaus við umheiminn og heimurinn fær bitastæðar fréttir af okkur.

Fáir gleyma að það fréttist í Bretaveldi það sem seðlabankastjóri sagði í sjónvarpsviðtali, - áður en hann frétti að hann hefði haft þau ummæli. (Nenni ekki að rekja nöfn og málefni, það vita allir um/við hvað er átt) Þau ummæli hafa sennilega dregið stærri dilk á eftir sér heldur en nokkurn tíma mun koma af fjalli.

Það er ekki hægt að segja öllum allt, jafnóðum. M.a.s. í bílakaupum þarf svolítið "pókerfeis". Maður er e.t.v."volgur" gagnvart 3-4 bílasölum - hefur ekki gert upp hug sinn. Fleiri en einn er um hituna á hverjum stað - hver með sína hugmynd um "sanngjarnt" verð.  Það er sko hreint ekki hægt að vera í sambandi við alla þessa aðila á meðan pælingarnar fara fram. Þú vilt fá besta kostinn (helst á lægsta verðinu) á sanngjörnu verði m.v. það sem þú getur fram reitt og fá að vita nákvæmlega þau kjör sem áhvílandi lán hefur. Er bíllinn á ónýtum dekkjum og er ódýrari þess vegna.  Á "hinn" biðillinn reiðufé, býður hann þá lægra og sleppur með það. Er bíllinn sem "hinn" vill ekki kannski svolítið dýrari af því að góð dekk á felgum fylgja?  Er "hinn" búinn að fatta það og þar með að óhætt sé að borga dálítið meira. Eða býður hann of lítið af því að hann veit ekki af þessum kaupbæti?

Þetta lítur nú út fyrir að vera bílakaupasaga mín (sem hún er) er þetta gæti líka alveg verið gjaldeyrislánasamningsumræður í ansi smækkaðri mynd... Gætum við haft það svona í hugskotinu?   Er hægt að skilja eitthvað af "pukrinu" þegar maður setur það í samhengi.

Hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, aldrei viljað neitt með þá hafa nema þá í von um að græða eitthvað (t.d. molakaffi) en ég treysti forystumönnum vel til að vinna í þessum næstum ókleifu málum. Hvort sem það eru Gissur, Geir, Gunnar, Héðinn eða Njáll sem nú standa uppí lagklaufir í annarra manna skít, vil ég trúa að þeir geri það besta sem hægt er í stöðunni.

Það er allavega enginn annar sérstakur sem ég vildi frekar. Sumir kynnu að segja að lítill munur væri á kúk og skít en þá svara ég - að ég vilji frekar þekktan kúk en ókunnan skít.

 

 

Ef of mikið er lagt á asna: Hlassið hrynur - hann í lausu lofti.

 

 

 ES  Já, ég keypti bílinn sem var seldur í október!      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Kvitt

Ómar Ingi, 9.11.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er erfitt að benda á sökudólga, en við vitum þó fyrir víst að versta niðurstaðan fékkst út úr stöðunni. Það er alveg ljóst. Þeir sem stýra málum bera að sjálfsögðu ábyrgð á þessari niðurstöðu. Fyrir síðustu kosningar var ein auglýsing svona: Traust fjármálastjórn er stærsta velferðarmálið. Við þennan texta var mynd af Geir Haarde brosandi úti á Ægisíðu. Hversu traust var fjármálastjórnin ef þetta er niðurstaðan?

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.11.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Beturvitringur

Ómar. Ég veit aldrei hvort "kvitt" þýði að þú hafir LESIÐ færsluna, eða SAMÞYKKT efni hennar (eftir lesturinn:)

SOS.  Það er eiginlega nauðsynlegt að hafa bloggið núna. Manni liggur svo mikið á hjarta (og veski) að maður léttir aðeins á þyngslunum að fá að "tala". Tala nú ekki um þegar maður fær svar (athugasemdir)

Eins og þú veist er eftirlætið mitt íslenskt mál og allt sem því fylgir, ekki síst tvíræðum orðum/setningum og skemmtilegastir eru orðaleikir. Þess vegna tókst mér að brosa þegar ég las niðurlagið að athugasemdinni þinni. Ekki það að þú hafir skrifað neitt vitlaust, heldur það að mér tekst stundum að hlæja að alvarlegustu málum, ef þau eru þannig orðuð, vantar kommu eða eitthvað.

"... mynd af Geir Haarde brosandi úti á Ægisíðu."  Maður talar oft um að fólk hafi brosað út að eyrum,  en útá Ægisíðu! svakalega hamingja það.

Beturvitringur, 10.11.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég verð veik ef ég heyri nokkurn tímann talað um trausta efnahagsstjórn framar.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.11.2008 kl. 08:30

5 Smámynd: Beturvitringur

HH Já, maður er með gubbuna upp í háls m.a. við hverjar fréttir, ógleði þess á milli

Beturvitringur, 10.11.2008 kl. 13:02

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Vá, flottur bíll, mar.

Annars má það nú líka koma fram í umræðunni að aldrei fyrr hafa ráðamenn verið jafn viljugir að upplýsa almenning eins og nú. Ég man alla vega ekki eftir því á krísutímum að blásið sé reglulega til blaðamannafunda, sem útvarpað er beint, þar sem 2 ráðherrar fara yfir stöðuna og svara spurningum fréttamanna (karla og kvenna). Í upphafi erfiðleika var það næstum daglega en hefur fækkað nú, enda eðlilegt. Það er einfaldlega ekkert að frétta. Almenningur er hins vegar betur upplýstur nú en oft áður.

Svo er hitt að fulltrúum allra flokka er boðið að koma að málinu, líka þeim sem ekki standa að ríkisstjórn. Það er nýtt og ber að meta.

Emil Örn Kristjánsson, 11.11.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband