Tapaði engu í dag - þvert á móti

 

 14 tommu dekk á Toyota Corolla

Bíllinn minn gamli, sem nú hefur safnast til feðra sinna, arfleiddi mig af næstum nýjum dekkjum sínum.

Bíllinn minn fíni, aldrei átt annað en gamlar druslur hingað til, var á ónýtum dekkjum.

Nú voru góð ráð og góð dekk, dýr.

Hringdi í 6-8 dekkjafyrirtæki til að kanna verð og hvort tekin væru næstum ný en aðeins notuð dekk "uppí"

Það er skemmst frá því að segja að verð á "ganginum" var frá 37.000 til 54.000 MEÐ umfelgun.

GÚMMÍVINNUSTOFAN í Skipholti kom lang, lang, lang best út og stórum betur en Vaka sem á að vera svo "ódýr"

Ég spurði eiganda GÚMMÍVINNUSTOFUNNAR hvort ég mætti setja upplýsingar um þeirra frábæru þjónustu og sanngjarn verð, á bloggið mitt. Hann var auðvitað bara ánægður með það.

Nú ek ég um með stolti og öryggi á dekkjunum frá þeim.

Nú getur helv... snjórinn komið ef hann þorir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Naglalaus auðvitað ?

conwoy 13.11.2008 kl. 19:57

2 Smámynd: Beturvitringur

Já, já, já. Nagla nota ég til smíða!  

Beturvitringur, 13.11.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband