13.11.2008 | 02:18
Tapaði engu í dag - þvert á móti
Bíllinn minn gamli, sem nú hefur safnast til feðra sinna, arfleiddi mig af næstum nýjum dekkjum sínum.
Bíllinn minn fíni, aldrei átt annað en gamlar druslur hingað til, var á ónýtum dekkjum.
Nú voru góð ráð og góð dekk, dýr.
Hringdi í 6-8 dekkjafyrirtæki til að kanna verð og hvort tekin væru næstum ný en aðeins notuð dekk "uppí"
Það er skemmst frá því að segja að verð á "ganginum" var frá 37.000 til 54.000 MEÐ umfelgun.
GÚMMÍVINNUSTOFAN í Skipholti kom lang, lang, lang best út og stórum betur en Vaka sem á að vera svo "ódýr"
Ég spurði eiganda GÚMMÍVINNUSTOFUNNAR hvort ég mætti setja upplýsingar um þeirra frábæru þjónustu og sanngjarn verð, á bloggið mitt. Hann var auðvitað bara ánægður með það.
Nú ek ég um með stolti og öryggi á dekkjunum frá þeim.
Nú getur helv... snjórinn komið ef hann þorir.
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Naglalaus auðvitað ?
conwoy 13.11.2008 kl. 19:57
Já, já, já. Nagla nota ég til smíða!
Beturvitringur, 13.11.2008 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.