Getur þú látið gott af þér leiða? Já, örugglega! : )

Þörf fyrir SPARIFÖT fyrir JÓLIN

Rauði krossinn leitar eftir aðstoð almennings til að gefa vel með farinn sparifatnað fyrir börn og fullorðna í sérstakri sparifatasöfnun laugardaginn 22. nóvember kl. 11-15. Með því að gefa í söfnun Rauða krossins er hægt að veita fjölskyldum og einstaklingum tækifæri til að eignast spariföt fyrir jólin í fataúthlutun félagsins eða fá þau á hagstæðu verði í Rauðakrossbúðunum.


Rauði krossinn hvetur alla til að kíkja í skápana og finna föt sem ekki eru lengur í notkun en gætu öðlast nýtt líf hjá nýjum eiganda. Tekið verður á móti sparifatnaðinum á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Á höfuðborgarsvæðinu:

Kópavogur, sjálfboðamiðstöðin Hamraborg 11, 2. hæð

Hafnarfjörður, Rauða kross húsið Strandgötu 24 - inngangur frá Fjarðargötu
Garðabær, Hrísmóum 4, Garðatorgi
Álftanes, Haukshúsið á Álftanesi
Reykjavík:
Laugavegi 116, gengið inn frá Grettisgötu
Vífilfell hf. Stuðlahálsi 1- inngangur við hlið hússins (verksmiðjumegin)
Í hjólhýsi Rauða krossins við Menningarmiðstöðina Gerðuberg
Mosfellsbær, Þverholti 7

Leyfi mér að setja þetta inn, þar sem málefnið er gott og áríðandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Góður

Ómar Ingi, 22.11.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband