Þá vitum við það

Yfir sveitinni grúfir nú skammdegisskuggi
þau skunda í fjósið að gegna.
Og karlinn hugsar sér kerlingunni
fyrir kuldann og ónotin hegna.

Kerlingin horaða kúna tuttlar
kvalda og búna á taugum.
Karlinn ryðgaða breddu brýnir
bræðin sýður í augum.

Svo stekkur hann fram og stefnir
reiður stálinu eldsnöggt að frúnni.
Kerlingin hrópar og hendist í flórinn
en hnífurinn stendur í kúnni.

Jón Guðni Kristjánsson, fréttamaður

(góð tilraun til nútímaskýringar á þekktu orðtaki sem ekki virðist gagnsætt) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband