27.11.2008 | 01:32
Ráðgjafi stjórnarinnar
Sérfræðingur ráðinn
Erlendur sérfræðingur; Dr. Hahna Nou - prófessor við konunglega háskólann á Túvalúeyjum, hefur verið skipaður sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar.
Helsta verkefni Dr. Hahna Nou verður, að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra að leita leiða út úr þeim vanda sem nú steðjar að íslenskri þjóð og samfélagi og beita til þess viðurkenndum, klassískum aðferðum í stjórnmála- og félagsfræðum."
Dr. Hahna Nou sýndi ráðamönnum þjóðarinnar nokkrar klassískar aðferðir og ráð til að takast á við kreppuástandið.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er besti brandari sem ég hef séð á þessu ári og lýsir vel stjórninni hérna.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.11.2008 kl. 01:59
Er þetta ekki myndin sem dr. Hahna Nou tók af annaðhvort Geir eða Ingbjörgu? Verður þeim betur lýst en með orðatiltækinu "að stinga hausnum í sandinn"?
Nefródíta 27.11.2008 kl. 02:25
er þetta ekki gömul mynd af Geir?
Hólmdís Hjartardóttir, 27.11.2008 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.