Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
31.7.2008 | 22:00
Burtséð frá réttindum reykjara og reyklausra ...
...finnst mér, eins og æði oft, að blessuð málvitund fréttaskrifara nálgist meðvitundarleysi
"öllum er gert jafnt undir höfði"
Þjóðverjum leyft að fá sér rettu á barnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2008 | 20:34
Mannanöfn fyrr og nú - hjálpi mér himnarnir! 1:4
Þessi færsla bloggvinar míns minntu mig á hvað ég á þrælskemmtilega lista yfir mannanöfn sem ég safnaði í vinnu minni fyrir ca 35 árum. Þau eru öll fengin úr kirkjubókum.
Gæti ekki verið meira sammála um óbragð af sumum nöfnum sem hreinlega er klínt á sum krakkagrey, án þess að þau fái nokkru um það ráðið og foreldrarnir hafa hvorki ráð eða rænu til að skammast sín fyrir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.7.2008 | 15:34
SYNDANDI. .NÆRBUXUR
Veit ekki hvort þetta heyrir undir "spaugilegt" eða "samfélag".
Flest ætlumst við til að farið sé eftir reglum samfélagsins (að ekki sé sagt - lögum) Það á auðvitað við um borna og barnfædda (barða og berfætta) Íslendinga, Nýslendinga og gesti.
Ef ekki er hægt ætlast til aðlögunar í tiltölulega einföldu atferli hvað þá með alvöru mál, viðtekna siði, hefðir, venjur og reglur samfélagsins?
Þetta netta nöldur helgast af "áhorfi" á útlendinga sem nota nærbuxur sem sundskýlur. Tók eftir hópi karla sem hlussuðust milli heitu pottanna og laugarinnar í mishuggulegum nærbrókum. Einn var reyndar svo bumbusíður að framan frá sá maður ekki hvort hann var fá- eða óklæddur (hefði falið allt sem þar hefði hugsanlega getað verið )
Nefndi þetta si sona við starfsmann í lauginni. Þetta var þá alþekkt. Starfsmaðurinn sagði þá vera Pólverja en ég hef ekki hugmynd um það (starfsmaðurinn er Serbi ha ha) Hann sagði að þeir færu ekki einu sinni úr brókinni til að þvo sér í sturtunum. Hef reyndar ekki orðið vitni að því.
Mér var á orði að ég hefði velt því fyrir mér hvort þetta væru þá a.m.k. HREINAR NÆRBUXUR.... þá greip hann frammí, með skondnu brosi, ... "eða hvort þeir væru að ÞVO ÞÆR og sótthreinsa í klórnum."
Svo fékk ég þessa dásamlegu frásögn: "Þeir voru að verða vitlausir á þessu í lauginni uppfrá og byrjuðu að gefa þeim skýlur m.a. úr óskilamunum.... en þá fóru þeir bara í þær utanyfir nærbrækurnar.
Ja, hér. Hvernig ætlum við samræma hagsmuni í "stærri málum", oft viðkvæmum og tilfinningaþrungnum. Til að hvítþvo nú ekki landa mína, úr klór, þá eru margir, aðallega ungar stúlkur, sem beita öllum brögðum til að sleppa við að þvo sér fyrir laugarferð.
Guði sé lofi fyrir klórinn, þótt hann fari illa með sundskýlur og -boli.
20.7.2008 | 04:41
HOMMAR og heilög RITNING
Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að impra enn einu sinni á þessu margumfjallaða málefni. Mér er bara ómögulegt að skilja homma og lesbíur varðandi ásókn í að fá "hjóna"-vígslu staðfesta kirkjunnar klerkum.
Samkynhneigðir eru hreint ekki fyrir mér á neinn máta og ég unni þeim alls hins besta eins og öðru fólki og finnst eðlileg löngun þeirra til að fá blessaða framtíð sína og kærleika.
Það sem vefst fyrir mér er þessi þörf fyrir að eiga eitthvað undir trúarkennisetningu sem byggir einmitt á Biflíunni.
Biflían er undirstaða kristinnar kirkju og þeir sem afneita hinni helgu bók geta þess vegna eiginlega ekki kallað sig sannkristna.
Að vísu eru lögmál í Gamla testamentinu sem afnumin eru með "lögmáli hinu nýja". Ekki kann ég Bókina nógu vel til að geta haft á reiðum höndum tilvitnanir við sérhvert tilefni en hitt veit ég að í henni er samkynhneigð fordæmd.
Setjum svo að maður taki saman við konu með annan hörundslit. Þar sem þau langar að giftast, byggir trúin á trúarriti sem fordæmir giftingar hvítra og þeldökkra. Færu þau að berjast fyrir því að fá samt að ganga í heilagt hjónaband hjá þessum trúarbrögðum?
Hvers vegna vilja samkynhneigðir fá blessun og/eða vígslu hjá kirkjudeild sem byggir á bók sem fordæmir þá??? Mér gersamlega hulin ráðgáta!!!
homo: úr grísku, "samur" / "sam" Þannig geta konur líka verið "homo" t.d. -sexual
Eytt hefur verið athugasemdum frá mér á bloggi en ég geri það ekki. Annarra skrif eru mér óviðkomandi þótt undir minni færslu séu.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 04:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.7.2008 | 00:20
Ferðakostnaður er EKKI ferðaKOSTNAÐUR
Forvitnaðist um auglýst tilboð. Reyndar var það lægra en "grunnupphæðin" sem hér er gefin upp.
Athugið að forfallatrygging er valkvæð og lengi hefur tíðkast að innheimta sérstaklega fargjald til og frá flugvelli, svo látum það liggja milli hluta. Athugið líka að þetta er verð fyrir tvo ferðalanga.
Ferðakostnaður ISK | ||
2 x Flugsæti báðar leiðir til Costa del Sol @ 37300 | 74.600,00 | |
2 x Eldsneytishækkun Keflavík-Malaga @ 1950 | 3.900,00 | |
2 x Eldsneytishækkun Malaga-Keflavík @ 1950 | 3.900,00 | |
2 x Forfallatrygging @ 1800 | 3.600,00 | |
2 x Flugvallarskattur fullorðinna @ 6900 | 13.800,00 | |
1 x Gengisbreyting 17.8% @ 14667 | 14.667,00 | |
Heildarverð ferðar | 114.467,00 |
Hérna tók ég út forfallatrygginguna
Ferðakostnaður ISK | ||
2 x Flugsæti báðar leiðir til Costa del Sol @ 37300 | 74.600,00 | |
2 x Eldsneytishækkun Keflavík-Malaga @ 1950 | 3.900,00 | |
2 x Eldsneytishækkun Malaga-Keflavík @ 1950 | 3.900,00 | |
2 x Flugvallarskattur fullorðinna @ 6900 | 13.800,00 | |
1 x Gengisbreyting 17.8% @ 14667 | 14.667,00 | |
Heildarverð ferðar | 110.867,00 |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2008 | 00:20
Sköp kvenna almennt létt
Stundum er fjölgað "dagsflugum" t.d. til Spánar. Nú stendur e.t.v. til að fækka "flugum" frá Norður Ameríku. Allt er þetta samt á svo góðum "verðum".
Nú bíð ég bara eftir að fólk fari að nota marga "sykra" í kaffið, - og telji jafnvel að "mjölin" séu óhrein í pokahornunum.
Velti þess vegna fyrir mér hvort vinir á góðri stundu séu ekki í góðum "sköpum". Í framhaldi af því má svo velta fyrir sér hvort sköp kvenna eða karla séu almennt léttari.
Ætli þessi sinni næturflugum. Ýmislegt fæst á góðum verðum
5.7.2008 | 02:39
Brjálæðinga og dópista í Gúlagið
Gat ekki gert upp á milli ofangreindrar fyrirsagnar og:
"Það á að hengja og skjóta þá helvítis þrjóta"
... en svona er oft talað um fólk með geðræna sjúkdóma og þá sem hafa fest í gildru (ólöglegra) vímuefna.
Kveikjan að þessum pistli er upphlaup fólks vegna fyrirhugaðs sambýlis / athvarfs eiturlyfjafíkla eftir afeitrun og hugarfarsmeðferð á viðeigandi stofnunum / meðferðarstofnun.
Mér finnst meiri ástæða til að óttast og forðast eiturlyfjafíkla sem eru í neyslu. Þá sem ógna lífi, heilsu og veraldlegum eigum samborgara sinna. Minni hætta af fólki sem hefur haft styrk til að reyna að koma sér útúr eymdar- og afbrotalífi.
Ég hef haft afskipti vegna útúr dópaðra innbrotsþjófa og vildi óska þess að þeir hefðu verið búnir að fara í meðferð og væru að "taka til" í lífi sínu í athvarfi fyrir fíkla í bata.
Það er líka þyngra en tárum taki að finna fordóma og þekkingarskort þeirra sem vilja ekki hafa "einhverja geðsjúkinga" í hverfinu. Þótt einhver hafi orðið (og verið) veikur á geði, þýðir það ekki að hann sé og verði veikur það sem eftir er.
Margir þekkja frunsu (herpes simplex). Til skýringar líki ég henni saman við veikindi á geði. Þótt maður fái frunsu, og það e.t.v. oftar en einu sinni á ævinni, ÞÝÐIR ÞAÐ EKKI AÐ MAÐUR SÉ OG VERÐI MEÐ FRUNSU TIL DAUÐADAGS. Ekki kvef heldur.
2.7.2008 | 23:10
SAMDRÁTTUR >>> höfum leyft bönkunum að draga okkur sundur og saman
Þarf virkilega 'kreppu' til að við byrjum að skilja? Hvaða heilvita, fullorðinn, fjárráða maður lét sér detta í hug að bankarnir væru að HJÁLPA viðskiptavininum með lánatilboðunum? Og hvernig datt okkur í hug að þiggja körfulán til áratuga þegar krónan var jafnvel þá þegar talin of hátt skráð?
Hvernig datt okkur í hug (OK, ungt og óreynt og TRÚÐI á bankana) að FLYTJA húsnæðislán á föstum vöxtum yfir til banka sem bauð aðeins lægri vexti, EN MEÐ VAXTAENDURSKOÐUNARÁKVÆÐUM, hva, er það á 10 ára fresti eða örar?
Vorum e.t.v. rétt byrjuð að borga niður höfuðstól eftir áralanga vaxta- og verðtryggingagreiðslur (jafngreiðslulán/annuitet) og flytjum svo lánin OG BYRJUM UPP Á NÝTT VIÐ AÐ GREIÐA VEXTI.....og verðbætur og og .....
Það er pottþétt að fasteignasalar og byggingafyrirtæki eru ekki alveg óhlutdræg (starfsfólk stundum bara ekki nógu klárt heldur) við leiðbeiningar til kaupenda. En biðjum fyrir okkur að TREYSTA BANKA fyrir aleigu sinni og tekjum, jafnvel næstu 40 árin! Bankarnir sjá að sjálfsögðu viðskiptin frá sinni hlið, eins og flestir gera.