MARSIPANsálmabækur og "5 mínútna BIBLÍAN"

AHSPACVCA1MBK27CA81ZU9KCAWSEC09CAY2GEO1CAARQQF6CASFQRX0CAS68GHBCA8PRU9ZCAOPHLSTCASATKYUCA26SQWECASC7ZMTCADH0TY7CAWNG1RBCAQS3ZYFCAP95ZPXCADL5U90CAF3KKM4

Grimmt eru auglýstar til sölu "MARSÍPANsálmabækur" annars vegar og "FIMM MÍNÚTNA Biblían" hins vegar. Víst hljóta það að vera fermingarbörn og -veisluhaldarar sem auglýsingarnar miða á.

Ég hef ekkert á móti því að Biblían og mörg önnur þung rit- og hugverk séu sett fram á einfaldan hátt, fyrir þá sem vilja kynna sér efnið án þess að grúska djúpt strax. Oft sökkvir maður sér seinna meir ofaní efni sem manni hefur verið veitt innsýn í með einfaldri framsetningu.

Þar með getur Fimmmínútnabiblían verið fínt yfirlit til að velja það sem maður vill læsa sig í til að byrja með.

MARSÍPANsálmabókin finnst mér svolítið skrýtin. Sennilega myndi ég kveikja í eins og einum (a.m.k. félags) -fána eða brjóta litla rúðu,ef múslímar byggju til sálmabók kristinna, úr kökuklessu með kremklessum, innpakkaðri í útflatta sælgætisþekju og mynduðu úr öllu heila klabbinu, - þessa líka fínu sálmabók.

Nú þyki ég e.t.v. tvísaga, en mér finnst stórskemmtilegt að borða góðar kökur, sama hvernig þær eru í laginu og það særði mig ekkert, hvort sem hún væri í formi frelsarans, bókar, bíls eða lims. Ef gottið er gott, þá er það gott.

EN, nú kemur "en-ið".  Hlustaði á viðtal við prest og annan "guðhræddan" einstakling í útvarpsviðtali fyrir nokkrum dögum. Presturinn sagði það orðið æ algengara að börn kynnu ekki Faðir vorið þegar þau kæmu til fermingarfræðslu. Bænakunnátta fátækleg og trúarjátningin algjört torf fyrir blessaða englana. Það þótt nú ekki par fínt þegar ungmenni voru fermd "upp á Faðir vorið"í gamla daga, það þýddi að litlu hefði verið hægt að troða í þau af andlegum fróðleik. Núna virðist nóg að geta skrifað undir debetkortskvittunina til að fá að fermast.

Svo er eitt sem ég skil ekki. Borgaraleg FERMING, hvað er það? Jú, ég veit hvað þar fer fram og líst ekkert illa á það. Margt kennt þar sem bæta mætti inní kristilegu fermingarfræðsluna.

En FERMING þýðir STAÐFESTING. Ungmennin sem láta fermast eiga að heita að þau séu að staðfesta bókun í trúarsamfélag sem forráðamenn gerðu með skírninni. Hvað eru borgaralegu fermingarbörnin að staðfesta? Mér finnst þetta hálfgerð uppgerð. E.t.v. finnst þeim að sé verið að staðfesta að þau séu orðin fullorðin eða? Nafnið á athöfninni er allavega notað í nýjum tilgangi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég myndi gera ýmislegt fyrir marsípan - rjómaköku núna!!!

Auðvitað á enginn að fermast, eða hvað það er kallað í þeirri trú/kirkju sem að einstaklingurinn er í, ef að hin sami hefur ekki skilning á því sem er að gerast. Sjálf fermdist ég bara, af því bara. Það fermdust jú allir í kringum mig nema ein skólasystir mín, af hverju átti ég ekki að gera það líka?

Flestir Íslendingar eru ekki trúaðir, þeir fara bara í kirkju þegar að það eru fermingar, skírn, brúðkaup eða jarðarför. Jú svo fara sumir um jólin, það er jú svo hátíðlegt að fara í kirkju!

Íslendingar eru enn flestir náttúrubörn, við trúum á álfa, tröll og anda. Ekki endilega þann heilaga samt.

Synir mínir eru ekki í neinni kirkju, en ég tala um Guð við þá og við biðjum okkar bæn. Þess vegna fannst mér alveg stórsniðugt þegar að ég heyrði um Borgaralega fermingu, hefði valið það fyrir syni mína.

Ferming er nefnilega ekki bara til þess að einstaklingurinn geti staðfest trú sína. Heldur er þarna mannvera sem er komin í fullorðins manna tölu og við erum að halda upp á það. Persónulega finnst mér 13 - 14 ára gamalt barn ekki geta valið sér trú, alla veganna ekki í því trúarlega umhverfi sem að flest okkar íslendinga eru alin upp við.

Jæja þetta er nú orðið mun lengra en ég ætlaði, best að hætta

Sporðdrekinn, 27.3.2008 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband