SAMDRÁTTUR >>> höfum leyft bönkunum að draga okkur sundur og saman

Þarf virkilega 'kreppu' til að við byrjum að skilja? Hvaða heilvita, fullorðinn, fjárráða maður lét sér detta í hug að bankarnir væru að HJÁLPA viðskiptavininum með lánatilboðunum?  Og hvernig datt okkur í hug að þiggja körfulán til áratuga þegar krónan var jafnvel þá þegar talin of hátt skráð?

Hvernig datt okkur í hug (OK, ungt og óreynt og TRÚÐI á bankana) að FLYTJA húsnæðislán á föstum vöxtum yfir til banka sem bauð aðeins lægri vexti, EN MEÐ VAXTAENDURSKOÐUNARÁKVÆÐUM, hva, er það á 10 ára fresti eða örar?

Vorum e.t.v. rétt byrjuð að borga niður höfuðstól eftir áralanga vaxta- og verðtryggingagreiðslur (jafngreiðslulán/annuitet) og flytjum svo lánin OG BYRJUM UPP Á NÝTT VIÐ AÐ GREIÐA VEXTI.....og verðbætur og og .....

Það er pottþétt að fasteignasalar og byggingafyrirtæki eru ekki alveg óhlutdræg (starfsfólk stundum bara ekki nógu klárt heldur) við leiðbeiningar til kaupenda. En biðjum fyrir okkur að TREYSTA BANKA fyrir aleigu sinni og tekjum, jafnvel næstu 40 árin! Bankarnir sjá að sjálfsögðu viðskiptin frá sinni hlið, eins og flestir gera.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Beturvitringur, hvers vegna segirðu "við"? Ég trúi því ekki að svo skynsöm vera eins og þú hafir nokkru sinni trúað þessu og hvað mig varðar sem er jafnvel ekki skynsamari  þá trúði ég þessu aldrei. Vitringur góður, látum sökina vera þar sem hún á heima, þ.e.a.s. hjá þeim sem gerðu þetta kleift: ÞEIM og beinum allri gagnrýni og eðlilegum spurningum að ÞEIM! Það eru hins vegar "við öll" sem núna fáum að líða fyrir og blæða fyrir ÞEIRRA aðgerðir.

Nefródíta 2.7.2008 kl. 23:50

2 identicon

Leiðrétting: ...hvað mig varðar sem er jafnvel ENN skynsamari...

Nefródíta 2.7.2008 kl. 23:51

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

skelfileg staðreynd hve margir létu freistast...

Hólmdís Hjartardóttir, 3.7.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Beturvitringur

Hæ, hó Nefródíta, þú ert dugleg að heimsækja mig, þykir voða vænt um það.

Ég byrjaði á því að skrifa: "Þarf virkilega kreppu til að fólk...  Svo ákvað ég að ókurteist væri að tala niður, á eða yfiröðrum, svo ég breytti þessu í 1.p.flt.

Ég skil alveg þitt hvað þú ert að fara; þitt sjónarmið, en mitt viðhorf hefur alltaf verið að maður þurfi ekki að taka öllu sem að manni er rétt.  Hvort sem það er tilboð um Lán, óréttlátar skammir, ókurteisi, tilboð um dekur, hæðni, vörur til allra mögulegra og ómögulegra nota, eymdarvæl, samsæri gegn öðrum ÞIGG ÉG EKKI. Svo tek ég þátt í hinu og þessu ruglinu, en þá verð ég að eiga fyrir því og/eða vera tilbúin að tapa á því!

ES.  Nú eru lítil mótorhjól auglýst grimmt í sjónvarpinu.... og 100%

Hvað ætli verði margur sakleysinginn sem sogast á þetta tilboð?  Mér finnst stundum að fólk láti eins og það hafi fengið happdrættisvinning, hafi það fengið lán!!!!

Beturvitringur, 3.7.2008 kl. 00:14

5 Smámynd: Beturvitringur

100% lán átti að vera. Mér lá svo á að hneykslast

Beturvitringur, 3.7.2008 kl. 00:16

6 identicon

Alltaf gaman að heimsækja þig. Ég heimsæki bara þá sem hafa e-ð merkilegt og uppibyggilegt að segja .

Varðandi persónu og tölu þá held ég að mikilvægt sé að orða hlutina rétt og alls ekki vera hræddur um að móðga einhverja (það eru alltaf einstaklingar sem þrá að vera móðgaðir og finna sig eiga bágt og satt að segja þá sjá þeir alveg um það sjálfir. Þurfa ekki aðstoð frá okkur skynsama fólkinu: þér og mér ). Ég held að það sé mjög mikilvægt að fólk muni hverjir eiga sök og vísi í þá, frekar en að axla ábyrgð á annarra voðaverkum með því að segja "við" þegar þeir hafa það eina hlutverk að vera þolendur þeirra sem í raun gerðu verðaverkið kleift, í þessu tilviki háir vextir, hrap krónunnar o.s.frv.

Nefródíta 3.7.2008 kl. 00:31

7 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Bankarnir eru fyrirtæki í rekstri með hagnað að leiðarljósi. Því má ekki gleyma. En það er auðvelt þegar þeir auglýsa: Þín velferð er okkar verkefni.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 4.7.2008 kl. 19:22

8 Smámynd: Beturvitringur

SOS. Ég endaði einmitt með: "Bankarnir sjá að sjálfsögðu viðskiptin frá sinni hlið, eins og flestir gera"

Ég man þegar sparisjóðirnir auglýstu af kappi: "Sparisjóðurinn sér um sína" Þá vildu nú sumir hafa það: "Sparisjóðurinn sér um sig"

Beturvitringur, 5.7.2008 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband