ÓLYMPÍUKÍNVERJAR - JÁ/NEI

Hef lengi og vel velt fyrir mér hvort rétt væri að mótmæla m.a. mannréttindabrotum Kínverja með því að sækja ekki opnunarhátíð OL og/eða hætta við þátttöku í leikunum.

Annars vegar get ég séð að það yrði alvarleg áminning til KÍNVERSKRA YFIRVALDA.  Efast samt um að þau, frekar en mörg önnur, létu það hafa áhrif á stjórnarfar og/eða dómsmál og hegningar sem þau fara eftir og stunda; drægju úr mannréttindabrotum.

Hins vegar sé ég andlit hins ALMENNA KÍNVERSKA BORGARA. Þeir kætast og hlakka til þessarar gleðihátíðar sem veitir þeim heimsathygli. Þar er aðallega í forgrunni ungt afreksfólk sem hefur ekkert með stjórnvöld að gera og geta ekki stýrt neinu nema eigin hug og líkama.

Reyndar eru frásagnir af íþróttafólki, bæði í Kína og víðar, sem eru þrælar íþróttaæfinga frá unga aldri til að geta "slegið í gegn" og borið hróður lands síns. Það er ekki beint til umræðu hér.

Er réttlætanlegt að eyðileggja möguleikana á einstæðri lífsreynslu þessa fólks; kínverska íþróttafólksins og íþróttahetja allra heimsins þjóða? NEI, þá fyndist mér að verið væri að "hengja bakara fyrir smið."  Auk þess sem ég hef enga trú á að slík mótmæli hefðu mælanleg áhrif.

Er ástæða til að opna augu heimsins fyrir þeim brotum sem þegnarnir verða fyrir? . En þá þarf að finna aðrar leiðir, leiðir sem spegluðu þá sjálfa og yrði þeim til minnkunar.

Ef ráðist yrði gegn mannréttindabrotum með því að fórna öllu starfi, tilhlökkun, æfingum, undirbúningi og uppbyggingu vegna OL yrði að horfa víðar um völl. Þarf ekki að stinga líka aðeins á stjórnvöldum fleiri ríkja, m.a. BNA?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband