Jafningjafræðsla um efnahagsmál

Ég kann ekki fjalla um alþjóðaefnahagsmál. Ég er ekki hagfræðingur. Ég er ekki lánadrottinn. Ég hef ekki sambönd við þá sem með þessi mál sýsla. Ég skil ekki nógu vel þá gullmola sem hrjóta af vörum forystumanna og veit ekki einu sinni hvort það sé gull eða hráki. Ég skulda bara húsnæðislán. Hef alltaf borgað þær skuldir sem ég hef stofnað til. Hef m.a.s. alltaf gripið hverja krónu sem ég hef ekki nauðsynlega þurft að nota og sett hana á bankareikning. Þar með hef ég lært að ég hefði frekar átt að kaupa mér úlpu, snyrtivörur, skartgrip, úr, veski, fara í hárgreiðslu, leikhús, bíó, kaffihús og endilega kaupa mér "dekurdag" - eða dekurviku. Já, ég hefði getað borgað dekurmánuði fyrir það sem hvarf af sparireikningnum mínum.

 

Hvar eru höfðingjarnir núna, sem slógu um sig með því m.a. að veita sér allt ofangreint og rúmlega það?  Voru þeir í lúxus fyrir peningana úr sparibauknum mínum og allra hinna sparifjáreigendanna?

 

Hvað gerist þegar óreiðumaður* er kominn á hausinn og fjölskyldan** reynir að skjóta saman handa honum svo hann þurfi ekki að sofa á Miklatúni undir runna? Slær hann ekki bara fleiri lán***, hefur það fínt í rósrauðri vímunni, býður sukkvinum sínum á fínan stað og býður hvað eftir annað "á hringinn". Hvað er langt í að hann verði búinn að eyða familíusamskotunum og á ný komið að skuldadögum á nýja láninu?

Er einhver jafningi jafnari en ég og getur sagt mér hvernig allt þetta er í pottinn búið.

Hvernig er það með stóra lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? "Við vonumst til að þurfa ekki að nota það allt"

Þýðir það að IMF verður bakhjarl, tilbúinn með upphæð sem virðist þurfa til. Svo ef okkur spilast vel úr, þá þurfi ekki að taka allt lánið og firra okkur gífurvöxtunum?

Svona svipað og þegar fólk fær heimild fyrir yfirdrætti, svona til öryggis, en þarf svo ekki að borga nema af því sem það nýtir af heimildinni, - og ekkert (nema kannski þóknun) sé yfirdrátturinn ekki nýttur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Samkvæmt mínum skilningi fer IMF lánið bara í það að vera varagjaldeyrisforði og til að styrkja krónuna.  En minn skilningur er kannski óuppýstur.  Maður er hættur að skilja neitt í neinu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.11.2008 kl. 02:23

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

óupplýstur líka

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.11.2008 kl. 02:24

3 Smámynd: Beturvitringur

ha ha ha, það er svo dásamlegt þegar maður missir niður staf eða e-ð og þarf að setja orðið svo í næstu athugasemd. Getur stundum orðið drullfyndið, jafnvel þótt máefnið kunni að vera grafalvarlegt!!

Heldurðu að lánið verði ekki notað/eytt/greiða skuldir eða e-ð.  Ætli það sé svona öryggisnet og þá til að sýna fram á að óhætt sé að eiga viðskipti við okkur (sem ég þyrði ekki, væri ég útlendingur :(   ) 

Beturvitringur, 24.11.2008 kl. 02:30

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki samkvæmt mínum skilningi, ég hef reynt að fylgjast vel með fréttum en skil samt ekki mikið.  Ég þyrfti að fara í svona jafningjafræðslu

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.11.2008 kl. 02:45

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

.............meiningin er að láta milljarðana fjúka út þegar krónuræfillinn verður settur á flot.................svo bíða menn og vona

Hólmdís Hjartardóttir, 24.11.2008 kl. 10:11

6 Smámynd: Beturvitringur

og á meðan grátum við örlög afkomendanna?

Veit einhver hvar þetta stolt okkar, ungu græðlingarnar, eru niður komnir núna? Hvar "vinna" þeir núna? Eru þeir að fitla við nýjar rakkettur? 

Beturvitringur, 24.11.2008 kl. 10:37

7 identicon

Það hefur verið sagt að láninu frá AGS eigi ekki að eyða heldur eigi að nota það til að styrkja krónuna þegar hún verður sett á flot. Það hefur líka verið sagt að ekki eigi að eyða öðrum lánum. Þá hefur verið samþykkt að borga útlendum sparifjáreigendum inneign þeirra. Og að síðustu hefur verið sagt að ekki sé til gjaldeyrir í landinu.

Í suttu máli, þá á að taka lán og eyða engu þeirra heldur nota til að styrkja krónuna og byggja upp gjaldeyrisforða. Það á að borga innstæður í útlöndum. Það er ekki til gjaldeyrir í landinu.

Beturvitringur, það eru fleiri en þú sem ekki skilja!!!

Nefrodíta 24.11.2008 kl. 13:22

8 Smámynd: Beturvitringur

Verðum við þá ekki að stofna "Fávitaflokkinn"? Hei, bíddu við, kannski er hann þegar til? Veideggi.

Beturvitringur, 24.11.2008 kl. 16:57

9 identicon

Fávitaflokkurinn er til sem regnhlífasamtök. Hann á 63 fulltrúa á Alþingi. Er það ekki nóg?

Nefródíta 24.11.2008 kl. 17:08

10 Smámynd: Beturvitringur

Hah!! Nú spýttist kaffið út um nefið á mér og (næstum) ofan í lyklaborðið. Vilt þú verða yfirfáviti eða óbreyttur fáviti í Nýja, eigum við að segja (til að rugla ekki saman) Fáviskuflokknum (sbr. enginn okkar skilur neitt)?

Beturvitringur, 24.11.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband