EINELTI og/eða útilokun „utanaðkomandi“ EÐLISLÆGT?

EFNI: Palestínskir flóttamenn frá Írak til Íslands

Þegar „nýr“ hestur kemur í hús eða haga, er í hann sparkað og nagað, en í besta falli er hann látinn afskiptur og hímir ræfilslegur á jaðrinum.

Þegar „nýr“ krakki kemur í skóla/leikskóla eða annars konar hóp, eiga þeir sem fyrir eru það oft til (sérstaklega ef hann er á einhvern hátt „öðruvísi“) að gera honum erfitt fyrir að smeygja sér í hópinn.

Klíkur  hvers kyns; hvort sem þær hafa illvirki eða góðverk á sinni stefnuskrá, eru í eðli sínu „lokaðar“. Við látum okkur ekki dreyma um að bora okkur inní slík fyrirbæri, enda held ég að ekki færi vel um mann í gróinni klíku/hópi.

Ég er ekki einu sinni viss um að ljúfar saumaklúbbskonur létu sem ekkert væri ef allt í einu mættu utanklúbbskonur í fögnuð þeirra og vildu jafnvel fá að ráða einhverju um skemmtiatriði eða matföng.

Það er m.a.s. pískrað þegar nýtt fólk flytur í fjölbýlishús, tala nú ekki um ef konan ber slæðu eða eiga „sérkennileg“ börn og/eða maka.

Samkvæmt nýjustu skilgreiningu þess hugtaks, er ég víst orðinn „rasisti“. Ég vil ekki að fólk (arabar né náfölir Færeyingar) gangi um götur með blæju svo ég sjái ekki framan í það. Höfuðslæða felur engan, svo það hræðir mig ekki.

Ég vil ekki búa nálægt (ath. ekki BÚA NÁLÆGT) mosku og láta vekja mig kl. 5 að morgni og ýta við mér á fjögurra tíma fresti.  Ég vil ekki að innflytjendur = nýslendingar, flytji með sér lög og reglur sinna heimkynna.

Flyttist ég til lands þar sem islam „réði ríkjum“ setti ég á mig þær slæður og slóða sem til væri ætlast og færi svo bara með „Jesú bróður besta“ og æti beikon heima hjá mér J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er aldrei.......auðvitað verður fólk að reyna að aðlagast samfélaginu hér

Hólmdís Hjartardóttir, 23.5.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ekki vildi ég, væri ég kona, þurfa að gangast undir reglurnar sem gilda um klæðnað kvenna í Arabalöndunum. Væri nokkuð svo galið að láta alla karlmenn múslimska sem koma til Íslands, gangast undir þá reglu að vera í nærbuxunum utan yfir? Bara til að fyllstu sanngirni og jafnræðis sé gætt.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 25.5.2008 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband