Mér er nákvæmlega sama um krakkaskítinn

Þegar okkur býðst að fræðast um leiðir til að bæta líðan barna okkar í lengd og bráð og fá ábendingar sem kæmið gætu í veg fyrir áföll í framtíðinni, hvað gerum við þá?  Kjósum við flest annað framyfir það? Sorg og hneykslan mín er vegna þess sem mér virðist einkennileg forgangsröðun.Við lesum og heyrum um vansæl ungmenni, og sum þeirra eiga ekki aftur kvæmt til eðlilegs og hamingjuríks lífs.Ástæða þessara skrifa er fræðslufundur sem foreldrafélag hélt.  Á hann voru boðaðir foreldrar og forráðamenn barna á leikskóla þar sem rúmlega 100 börn dvelja, ásamt foreldrum/forráðamönnum barna í rúmlega 200 barna grunnskóla sama hverfis. Á FYRIRLESTURINN / FUNDINN MÆTTU 6 (SEX) FORELDRAR og það eingöngu? stjórnarmenn foreldrafélagsins.

Hvað sýnist þér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

jahjerna. Það mæta aldrei þeir sem það helst þurfa á svona fræðslu.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.5.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Beturvitringur

það er eiginlega sama hvað er, þeir sem helst þyrftu, mæta ekki.

Beturvitringur, 27.5.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband