11.6.2008 | 15:18
II KAPÍTULI: "Grái bíllinn og löggan" (ímyndunarkrimmi)
Nú náðist símasamband við lögregluna, enda vaknaðir litlu hnoðrarnir.
"Góðan dag, "xxxBeturvitringurxxx" heiti ég. Ég er nú svona heimaröltandi og hef marga undanfarna daga tekið eftir bíl á stæði og nú farinn að ímynda mér að honum hafi e.t.v. verið stolið og skilinn þarna eftir.
"Nú, hvaða númer er á honum?"
"Ég sé það ekki, hliðin snýr að mér"
"Þá er nú ekkert hægt að gera"
"Nú?"
"Ef þú gefur upp númerið, getum við flett þessu upp í hvelli"
Aðeins byrjað að sjóða á mér: "Ég skakklappast ekki út á hækjum til að gá að því"
"Þá er ekkert hægt að gera"
Nú kominn með taugaveiklunareinkenni; hjartslátt og létta ógleði: "Bíddu, hélt að þið vilduð kannski kíkja á þetta"
"Við sendum ekki tvo menn á staðinn án rökstudds gruns"
Langaði nú að brýna raustina: "Ég hélt að þið færuð kannski stundum í "bíltúr"
"Já, en það fara ekki menn í svona"
"Jæja, mér finnst nú samt að hafa megi þetta í huga þegar þið eigið leið framhjá. Þetta er hjá mjög fjölfarinni götu"
"Við vitum ekkert hvenær það verður"
"Nei, en þá kannski hægt að nota blað og blýant við að rita númerið og kanna við næsta tækifæri. Hafi bílnum verið stolið, yrði eigandinn trúlega þakklátur fyrir aðstoðina"
"Hvar er þetta?
"Vestast á bílastæði XXXXX skammt frá bensínstöðina"
Nú HANN orðinn hálfpirraður á MÉR: "Jæja, við vitum þá af þessu"
"Fínt, já, takk, blessaður"
(ekki þakkaði hann fyrir, enda ....)
Athugasemdir
Þessi viðbrögð hljóta að hvetja þig til að láta vita aftur þegar þig grunar eitthvað misjafnt. Og aftur. Og aftur.
Markús frá Djúpalæk, 11.6.2008 kl. 16:28
Hólmdís Hjartardóttir, 11.6.2008 kl. 17:39
Næst þegar ég á leið framhjá, ætla ég að fara í spæjaraleik; skoða númerið og finna út úr þessu. Kannski er eigandaræfillinn bara í útlöndum og geymir bílinn þarna.
Beturvitringur, 11.6.2008 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.