HEYRT OG SÉÐ . . . .(ekkert um Glýttnir)

Málfar í auglýsingum og víðar...

"... óskum eftir starfsmönnum til starfa á leikskóla..." (augl)

"... er vinsælasta efni við liðverkjum í Noregi ..."    (augl)

... í gönguferðum "er ég alltaf með tvo sokka meðferðis"  (fararstjóri)

... göngufólk ætti "að eiga tvo skó" (sami fararstjóri) 

"... rifta einhliða af öðrum aðilanum"   (útvarp)

"... varð fyrir því að tjóna bílinn..."    (þáttargm. í útv.)

"... þegar fólk hefur lent í tjóni"  (þáttgm. útv)

"Ég var að forða slysi"  (þáttgm.útv)

"... eins og ég segi alltaf: "Róm var ekki byggð á einni nóttu""  (vikulega í útv.)

"Þeir voru báðir ósammála"  (útvarp)

"Ungur maður stórslasaður eftir slagsmál við Austurbæjarskóla" (dagbl)

************************** 

Ofnotað, ofnotað, ofnotað. Skeyti í eina setningu útþvældum sápukúluorðum sem stjórnmálamenn og fleiri nota í ofskömmtum);

Þeir sem ekki eru öruggir um sitt bakland fyrir þessa vegferð, verða að taka til í eigin ranni fyrir ef þessi leiðangur á að takast


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gott að fá tiltal fyrir nóttina

Hólmdís Hjartardóttir, 30.9.2008 kl. 01:15

2 Smámynd: Beturvitringur

Jæja, skepnan mín. Verði þín vegferð inní svefninn góð og megir þú sofa í eigin ranni

Beturvitringur, 30.9.2008 kl. 01:29

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 30.9.2008 kl. 08:54

4 identicon

Hvað ertu að gera grín að fararstjóranum þótt hann vilji skó á báða fætur?  Já, ég er viljandi að misskilja þig! Er það ekki kallað málfarsfasismi að velta fyrir sér tölu orða og tala um tvenn pör af skóm? Tungumálið tekur breytingum, bla, bla, bla. Þú þekkir töflið eins vel og ég, þ.e. að þeir sem nenna ekki að læra málið skýla sér á bak við fasisma annarra. Var það nokkuð upplýst hverjum þeir voru ósammála þessi sem voru báðir ósammála?

Nefródíta 30.9.2008 kl. 14:03

5 Smámynd: Beturvitringur

Ég er fasisti / Ich bin ein Fazist. Við getum öll tíu verið sammála um að tvo skó verður maður að eiga, að því gefnu að við séum ekki einfætt eða þrífætt. Fer ekki nánar útí það. Takk Nefra fyrir auðsýnda samúð og veittar góðgerðir

Beturvitringur, 30.9.2008 kl. 14:39

6 identicon

Vitringur, ég er ekki kölluð Nefra . Þú ruglar mig alveg með . Kv. Díta

Nefródíta 30.9.2008 kl. 14:52

7 Smámynd: Beturvitringur

Takk DÍTA fyrir auðsýnda samúð og veittar góðgerðir (þ.e. stuðning og skilning :)  

Beturvitringur, 30.9.2008 kl. 16:41

8 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Mikið er ég hrifinn af þér! Heimskulegt málfar er sprenghlægilegt og ekki veitir af því á þessum krepputímum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 2.10.2008 kl. 10:15

9 Smámynd: Beturvitringur

SOS, - það er nefnilega málið. Maður rembist eins og rjúpan við staurinn; langar að leggja sitt af mörkum til að viðhalda góðu málfari.

Ef það tekst gleðst maður og hlær að ambögunum.

Ef það tekst ekki, getur maður alltjent hlegið að þeim, - alltaf ávinningur!

Beturvitringur, 2.10.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband