Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
16.1.2008 | 17:10
Öryrkjar hvað? - Hálffullir eða ...?
ÖRyrki, yrki, smávirki, aðeinsvirki, varlavirki, ofvirki.
Nú fer örugglega (vonandi) einhver í fýlu og finnst ég vera óforskammaður.
Þetta með gömlu útslitnu viðhorfslíkinguna um hálffulla/hálftóma glasið ætti að eiga við þá sem ekki geta stundað vinnu vegna fötlunar, sjúkdóma eða annars sem aftra kann.
Hvað með manneskju sem telst 50% öryrki, er hún ekki 50% vinnufær? Sem betur fer hefur þetta aðeins komið til umfjöllunar; að meta getu í stað getuleysis. Sumir segjast vera 25% yrkjar en séu að öðru leyti á launum hjá ríkinu! Nú, og hvað gerirðu?
Það er að bera í bakkafullan lækinn að minnast enn einu sinni á þá undarlegu skipan að öryrkjar geti ekki bætt fjárhag sinn með því að vinna eitthvað smávegis, eftir getu.
Nokkrum skjólstæðingum vann ég með. Þeir þjáðust af geðheilsuleysi, ég af annars (aðallega) konar heilsuveilu. Launagreiðendur gerðu allt fyrir mig til að lyfta laununum mínum eins og leyfilegt var. Eftir ánægjuleg samskipti við "geðsjúklingana mína" sem var samt stundum svolítið erfitt fyrir skrokkinn á mér, kom niðurstaðan. Tryggingastofnun, ekki af fjandsemi heldur skv. lögum lét mig endurgreiða bróðurpartinn af launum mínum hjá félagsþjónustu tveggja sveitarfélaga. Held ég hafi haft u.þ.b. 200 krónur á tímann þegar upp var staðið.
Það vantar alltaf fólk í slík störf og gott fyrir þá sem ekki geta unnið fulla vinnu að komast í svona hlutastörf. Ég var eiginlega með svolítið samviskubit þegar ég var ítrekað beðinn að taka að mér fleiri en varð að svara: "Mér leið vel í þessu starfi, en þegar það er að mestu kauplaust, kýs ég frekar að stunda sjálfboðavinnu". Fór svo á námskeið fyrir sjálfboðaliða.
15.1.2008 | 02:41
Missti aleiguna! - Bankarnir miskunnarlausir!
Ungur maður festi kaup á íbúð, ekkert mjög stórri en snoturri þó. Hann var heppinn og lánsmöguleikar góðir. Bankar buðu há lán á þessum tíma svo hann hrósaði happi yfir að hafa fengið 90% lán.
Hann var búinn að vera það lengi á vinnumarkaði að hann átti rétt á lífeyrissjóðsláni. Það var hærra en sem nam þeim 10% sem á vantaði til kaupanna svo hann endurnýjaði bílinn. Hann orðinn meira en þriggja ára og hætta á bilunum, afföll mikil og endursala erfiðari á eldri bílum.
Ótrúlegt hvað eldavélar, viftur, uppþvottavélar, flott blöndunartæki, þvottavélar, þurrkarar, ljós, gólfefni, sjónvörp, videotæki, dvd-spilarar, hljómflutningstæki, tölvur, prentarar, stafrænar myndavélar, upptökuvélar, minniskubbar, auka harðir diskar, brauðristar, kaffivélar, djúpsteikingarpottar, straujárn, hárblásarar, vatn-og-vellíðan vatnsnuddhausar, heitur pottur, græjur fyrir pottinn, pallur, bygging yfir sólhornið, litmyndadyrasími, bensín, dekk, álfelgur, viðgerðir, bifreiðaskattur, bílatryggingar og svo heimilistryggingar fyrir allt góssið, geta verið dýrar.
Þetta gekk prýðilega lengi vel, kunningjarnir litu öfundaraugum á þennan gaur sem var búinn að koma sér svo asskolli vel fyrir, - hlyti að hafa flott laun 'mar'.
Svo fór skipulagningin aðeins úr skorðum þegar ekki varð þverfótað fyrir innheimtuseðlum vegna allra "auðæfanna" sem hann hafði plantað í íbúðinni. Þá var ekki til fyrir afborgunum af íbúðarláninu, það fór stundum í vanskil. Stundum þurfti að "fara aðeins" í yfirdráttinn.
Sagan er orðin nógu löng til skýringa. Innan skamms var þessi maður á götunni. Bankinn og aðrir lánveitendur létu sér ekki lynda viðskiptin og drógu í land.
Hann var orðinn eignalaus. HANN MISSTI ALEIGUNA í viðskiptum sínum við bankana.
Það gleymdist að segja frá því í upphafi að náunginn átti ekkert sparifé annað en tæpan hundraðþúsundkall á launareikningnum. Jú, hann missti það, - það var líka aleigan!!
Sem sagt þessir viðbjóðslegu bankar með óþrjótandi lánagleði RÆNDU HANN ALEIGUNNI
15.1.2008 | 01:26
Skelfilegt að missa aleiguna, bankarnir banka á dyr
Ungur maður festi kaup á íbúð, ekkert mjög stórri en snoturri þó. Hann var heppinn og lánsmöguleikar góðir. Bankar buðu há lán á þessum tíma svo hann hrósaði happi yfir að hafa fengið 90% lán.
Hann var búinn að vera það lengi á vinnumarkaði að hann átti rétt á lífeyrissjóðsláni. Það var hærra en sem nam þeim 10% sem á vantaði til kaupanna svo hann endurnýjaði bílinn. Hann orðinn meira en þriggja ára og hætta á bilunum, afföll mikil og endursala erfiðari á eldri bílum.
Ótrúlegt hvað eldavélar, viftur, uppþvottavélar, flott blöndunartæki, þvottavélar, þurrkarar, ljós, gólfefni, sjónvörp, videotæki, dvd-spilarar, hljómflutningstæki, tölvur, prentarar, stafrænar myndavélar, upptökuvélar, minniskubbar, auka harðir diskar, brauðristar, kaffivélar, djúpsteikingarpottar, straujárn, hárblásarar, vatn-og-vellíðan vatnsnuddhausar, heitur pottur, græjur fyrir pottinn, pallur, bygging yfir sólhornið, litmyndadyrasími, bensín, dekk, álfelgur, viðgerðir, bifreiðaskattur, bílatryggingar og svo heimilistryggingar fyrir allt góssið, geta verið dýrar.
Þetta gekk prýðilega lengi vel, kunningjarnir litu öfundaraugum á þennan gaur sem var búinn að koma sér svo asskolli vel fyrir, - hlyti að hafa flott laun 'mar'.
Svo fór skipulagningin aðeins úr skorðum þegar ekki varð þverfótað fyrir innheimtuseðlum vegna allra "auðæfanna" sem hann hafði plantað í íbúðinni. Þá var ekki til fyrir afborgunum af íbúðarláninu, það fór stundum í vanskil. Stundum þurfti að "fara aðeins" í yfirdráttinn.
Sagan er orðin nógu löng til skýringa. Innan skamms var þessi maður á götunni. Bankinn og aðrir lánveitendur létu sér ekki lynda viðskiptin og drógu í land.
Hann var orðinn eignalaus. HANN MISSTI ALEIGUNA í viðskiptum sínum við bankana.
Það gleymdist að segja frá því í upphafi að náunginn átti ekkert sparifé annað en tæpan hundraðþúsundkall á launareikningnum. Jú, hann missti það, - það var líka aleigan!!
Sem sagt þessir viðbjóðslegu bankar með óþrjótandi lánagleði RÆNDU HANN ALEIGUNNI
14.1.2008 | 23:14
Raunamæddir rassar og hrumir og hryggir hryggir
Það hljóta að vera góðar og gildar ástæður fyrir því að fjarlægt hefur verið flestallt sem
setjst mátti á í Smáralindinni.
Bekkir ekki lengur hjá lyftum og annars staðar þar sem maður gat tyllt sér aðeins.
Ég á ekkert alltaf sérstaklega auðvelt með gang og kyrrstöður engu betur. Það fyrsta sem ég geri í þessum fjölverslanaljónagryfjum er að ná mér í gott eintak af innkaupakerru og nota hana sem göngugrind og fatakerru (alltaf svo heitt þegar maður kemur inn að fljótlega er maður orðinn ber að ofan og á brókinni einni fata, næstum)
Vissulega eru fínir leðurlegir sófar og það er fínt, en þeir eru bara svo fáir og langt í þá (ef maður er langt frá þeim! djúpt)
Þeir sem reyna að drösla mér með sér í þeytivindur eins og Smáralind og týna mér, vita mig er sennilegast að finna í skóbúð (mátunarstólar) eða á klósettinu ef ekki býðst annað.
Um Kringluna verður samt að segja að síðast þegar ég var þar, var nóg um sæti og bekki. Þar get ég "trítlað" (kannski öfugmæli?) um og hvílt mig til skiptis.
Af hverju ætli Lindin hafi séð sig tilneydda til að fjarlægja flest sæti. Skemmdir? Hópamyndun? Kannski. Mætti þá kannski hafa trébekki/stóla svo það yrði ekki það þægilegt að fólk héldi þar til.
Í sjálfum verslununum má maður þakka fyrir ef það er búðarborð sem maður getur stutt sig við, EN stöku búð finnur stól þegar maður biður um það. Svo fer ég með inní mátunarklefa ef félagi minn fær að máta.
Höfuð - herðar - hné og tær
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.1.2008 kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 02:35
D ó p i ð INN - D ó t i ð ÚT
12.1.2008 | 00:57
Ha? RÍÐUR SÉR TIL RÚMS! Hver? Er klæmst í útvarpinu?
Þegar ég hlusta á útvarp fer margt af stað í mínum "BesserWisser" heila.
Stundum garga ég á hálfvitana (en bara ef það er fólk sem hefur atvinnu af því að tala) Stundum hlæ ég dátt og skyndilega. Til tilbreytingar þá rek ég upp hlátur, hlæ svo dátt meðan ég úthúða hálfvitunum - allt gert án áheyrenda.
Eitt sinn sagði íþróttafréttamaður (þeir eru víst frægir fyrir málnotkun - og það ekki fyrir gullaldarmálfar) að alltaf væru að bætast við "nýjar" íþróttagreinar; nú væri fólk farið að renna sér á skíðum þótt ekki væri snjórinn (nokkurs konar rúlluskíði) "Allt er nú til" sagði viðmælandinn. "Já, þessi íþrótt hefur riðið sér til rúms undanfarið"
hm? ég ætla ekki að setja inn leiðréttingu. Vonum svo innilega að þetta hafi verið freudísk tungufella.
11.1.2008 | 22:36
Farið hefur ... ......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2008 | 16:39
Hjaaaaáááálllllph - hilfe - hjælp - ayuda - help Alvarleg þráhyggja
- The Groove Tube -IMBAKASSINN
Búin að hugsa öðru hverju um bíómynd sem ég sá eitthvað um 1970. "The Groove Tube" (ísl: Imbakassinn)
Ein skorpa fór í það að fara á allar "góðu" videoleigurnar, án árangurs. "The Groove Tube" (ísl: Imbakassinn)
Svo gerðist ég ebay-fíkill (aðallega kannski túramaður) og viti menn, ég fann fjölda eintaka af þessari mynd "The Groove Tube" (ísl: Imbakassinn). Ég bauð í, "vann" "The Groove Tube" (ísl: Imbakassinn) og var komin að því að borga "The Groove Tube" (ísl: Imbakassinn) þegar ég komst að því að það væru mismunandi 'regions' (US og Can, Region 1 - Evrópa, Region 2, o.s.frv.) Fékk að hætta við. Leitaði þá dauðaleit í Bretlandsdeildinni: ebay UK að "The Groove Tube" (ísl: Imbakassinn). Ekkert þar að finna.
Ef einhver veit hvar þessa mynd "The Groove Tube" (ísl: Imbakassinn) er að finna, á dvd eða video, viltu þá láta mig vita og ef þú átt hana sjálfur, skal ég borga gott leigugjald ef þú þyrðir að lána mér hana.
Um 1970 var ég tvítug og sá þessa mynd"The Groove Tube" (ísl: Imbakassinn) með systur minni sem þá var 41 árs. Nú þegar ég er orðin 57 ára og hún 78 ára, langar okkur svo að endurupplifa grínið, þótt við gerum alveg ráð fyrir því að við gætum orðið fyrir vonbrigðum með: "The Groove Tube" (ísl: Imbakassinn)
11.1.2008 | 01:07
Enginn KEPPUR, LAKI né VINSTUR, bara VÖMB, samt jórtrum við
Hvorki útlenska né vitleysa. Aðallega óþarfa málalengingar og stundum allfyndnar.
Þessar setningar hef ég ýmist lesið eða heyrt. Strika undir það sem mér þætti mega seppa:
... þeir voru báðir sammála.
... gyllitilboð (annaðhvort tilboð eða gylliboð)
... það er fínt veður úti (önnur saga inni hjá mér)
... það er ströng gæsla á landamærum beggja landanna (löndin liggja saman)
... hjá einstaklingum og einnig í fyrirtækjum líka (annaðhvort einnig eða líka)
... þátturinn verður endurfluttur aftur klukkan... (annaðhvort endurfluttur eða fluttur aftur, nema hann hafi verið fluttur a.m.k. tvisvar áður, þá yrði hann að sjálfsögðu endurfluttur aftur)
... allir gírarnir voru fastir og óvirkir, svo við þurftum að bakka afturábak upp alla brekkuna
Svo það sem flestallir nota. Þingmenn/ráðamenn, aðrir stjórnendur, skammskóla- og langskólamenntaðir og óvenjugreind gæludýr:
... Þessi ákvörðun kann að hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér (annaðhvort gæti það haft alvarlegar afleiðingar EÐA deyfða siðferðisvitund í för með sér)
10.1.2008 | 02:21
LSD, STP, LBJ, DNA. USA = BNA. ríki eða fylki
Nú verður Beturvitringur að brjóta odd af oflæti sínu og fá botn í þetta mál með hjálp annarra.
USA vitum við að stendur fyrir "United States of America". Á íslensku er þar með skammstöfunin BNA fyrir Bandaríki NorðurAmeríku (veit ekki einu sinni hvernig á að setja þetta upp á íslensku).
Hvernig má það þá vera að í langflestum tilvikum er talað um hitt eða þetta fylkið í Bandaríkjunum? Ekki eru þetta Bandafylki Ameríku. Kappið milli forsetaslagsframbjóðendanna fer fram í Iowa-fylki, nú eða þeir sleppa að taka þátt í þeim fylkjum sem þeim finnst ekki vert að eyða púðri í.
New York-borg er í New York-ríki, en oftast er talað um New York fylki.
Styðjið mig nú til sjálfsbjargar (svo ég geti haldið áfram að nöldra í öðrum )
Ef þetta eru ranghugmyndir mínar þá verð ég að snúa mig einhvern veginn út úr því, annars getum við ráðist á fleira fjölmiðlafólk, og reyni þeir bara að snúa sig út úr því.
Meira síðar.... ekki nærri búin