Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Loksins eitthvað hræódýrt hér á landi - bloggmiðlun : )

Sá um daginn í færslu Hólmdísar en hún hafði komið við í "Ríkinu" og gert góð kaup?! (ímyndaði mér að það hlyti þá að vera jarðskjálftaútsala)

Þetta reyndist þá vera sjoppan "Ríkið" (eftir gömlu áfengisútsölunni á Snorrabrautinni sem var þarna til húsa). Þar er þá útsala á myndbandsspólum  og í orðsins fyllstu "allt á að seljast". Nú eru diskar orðnir allsráðandi svo spólur fást fyrir lítið. Þarna er því mýgrútur af algerlega ónotuðum spólum (aukaeintök) auk notaðra.

Ég er mikill glápari og á ekki diskaspilara svo ég skellti mér líka í Ríkið. Keypti spólur á 100 kall stykkið. Safnaraeðlið tók sig upp og ég keypti 21 spólu!!! Sem er ca gjald fyrir 2 í bíó.

Þarf því ekki að treysta á lélega sjónvarpsdagskrá í sumar og hef heilan lager í hraglandanum í vetur.

Næst var að tæla e-n annan veiklyndan, svo ég fór með skyldmenni og þar bættust 10 stk við. Nú erum við komin með fjölskylduvideóleigu sem við köllum famgiro; allir mega sjá allt eins oft og þeir vilja og lána svo áfram.

MÉR FANNST ÓMÖGULEGT ANNAÐ AÐ LÁTA FLEIRI VITA, væru þeir svipaðs sinnis og ég!

Ha, ha, fór að hugsa. En, nei, ég er ekki á prósentum!!


Skemmtileg auglýsing ... og ekki drasl


Vitlaus texti:

Máni Svavarsson hefur haldið síðu sem m.a. hefur að geyma tilvitnanir í vitlaust sungna texta.  Ég fer stöku sinnum og kíki og þótt ekki hafi bæst mikið við á milli, tekst mér alltaf að reka upp nokkrar rokur og næla mér í endorfín, eða eitthvert annað fín.

 

http://www.itn.is/~mani/fun/misheyrn/misheyrn.htm

 


Genetík fyrir tíma káranna

(Veit ekki hvort þetta passar betur undir "Menntun og skóli" eða "Spaugilegt")

Jamm, þetta var manni nú sett fyrir:     mice

"Heilbrigð kona giftist heilbrigðum manni.  Þau eiga fjölda afkomenda, sem eru allir andlega og líkamlega heilbrigðir.  Bóndinn tekur síðan saman við konu, sem er andlegur fáráðlingur. Þau eignast einn son, sem er einnig fáráðlingur. Sonurinn á heilbrigða konu og með henni sjö börn, þar af fjóra fáráðlinga. Þegar fáráðlingarnir taka saman við fáráðlinga (sem tíðast er) og geta börn við þeim, kastar tólfunum. Af 11 börnum þannig til komnum í fjórða ættlið eru t.d. 10 fáráðlingar. Andlegur fáráðlingsháttur er svo ættgengur, að sé annað foreldri fáviti, má gera ráð fyrir, að helmingur barnanna verði fávitar, en séu báðir foreldrar andlega miður sín, er hending, ef nokkurt barnanna verður með fullu viti." (bls.17)

Kristín Ólafsdóttir 1955. Heilsufræði handa húsmæðrum.Reykjavík, Ísafoldarprentsmiðja hf.

_____________________________________

Einhverjir fengju nú hland fyrir hjartað nú á dögum, vegna orðavalsins. Maður sjálfur er öllu vanur enda vann ég á Fávitahælinu (og get sannað það með launamiðum!!! :)

kvarði


Karlakúgun?

Skyldi mamma hans, amma, systir, frænka, dóttir eða eiginkona hafa fyrirskipað honum að bera rétta  höfuðbúnaðinn? Brauðbollur fyrir mömmu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann var nú bara að kaupa inn ræfillinn. 

 Jemen og Jórdanía 053


NÆTURSÓLIN

Myndir teknar á miðnætti; 17.júní 2008, kl: 23.58  Nokkuð beint í NORÐUR

Á hverju ári verð ég jafn hissa á þessu undri. Hef samt búið á Íslandi mestallan aldur.

 Miðnætursól 17.06.2008b 23.58

 

 

 

 

 

  

miðnætursól horison18.júní

 

 

 

 

 

 

Neðri myndin svíkur reyndar svolítið; sólin og baugurinn verður stærri og meira áberandi vegna þess hve stór hluti myndarinnar var dökkur. 


Listrænt VinnuSKÓLAfólk. Í upphafi KENNSLU.

Að loknum VinnuSKÓLAdegi!  

IMG_0941

 

 

 

 

 

 

 

 

Tók myndina snemmsumars, - að loknum VINNUdegi

Æi!


MARKLAUS fjölmiðlaKÖNNUN

Varla þarf íþróttamaður að borga (stórfé) til þess að fá að vita hvort hann hafi komist í mark, hve langt hlaupið (t.d.) hann hafi, á hve löngum tíma og hvar hann hafi verið í röðinni.  Getur varla verið!

Alltaf eru e-r kannanir í gangi. Núna stendur m.a. yfir fjölmiðlakönnun. Niðurstöður eru jafnharðan kynntar og unir hver glaður við sitt. En ekki hvað? Því stærri súla í ritinu, þeim mun flottara.

Ég tók eftir því að ekki er að finna niðurstöður áhorfs/hlustunar allra fjölmiðla. Ég hlusta oft á Útvarp sögu (nema á ákveðna, að mér finnst, hræðilega þáttagerðarmenn) svo...

... þegar ég rak augun í að ENGINN virtist hlusta á ÚS, fannst mér það harla skrýtið. Velti því fyrir mér hvort ég og innhringjendur (sérkennilegar endur) væru einu eyrun sem ljáð væru stöðinni.

Þegar ég spurðist svo fyrir, var mér sagt (firri mig ábyrgð, þetta flokkast undir slúður) að það kostaði 2-3 millur að TAKA ÞÁTT.

Verður niðurstaða slíkra kannana marktæk?


LOKUÐ INNI í 18 ár / elskuleg móðir og bróðir sáu um það / ÍTALÍA

Þessari konu varð á að eignast barn utan hjónabands.

Refsing:  18 ára fangelsi móður og bróður.

 

Ekki þyrði ég að mæta þessari konu (móðurinni) í myrkri. Varla björtu. Augun! 

 

Því er nú fjand.... verr að ég kann engar brellur til að tengja, innsetja eða lesa inná skjátlið. Annars væri þetta rosaflott hjá mér :)

 Greinin sem ég fékk senda frá góðum vini, birtist í VG, Noregi:

 http://go.vg.no/cgi-bin/go.cgi/tips/http://www1.vg.no/pub/vgart.php?artid=505014

 


Það sem GEÐSJÚKLINGAR þurfa síst

Vil ég að svona yrði mömmu, pabba, systur, bróður, dóttur, syni, vinum og venslamönnum sinnt?? 

 Að Securitas starfsmenn "vakti" sjúklinga á geðdeild(um?) kveikti á þessu skjátli. Sigurður Þór Guðjónsson skjátlar um þetta á sinni síðu.  Það er samt ekkert nema gott um öryggisþjónustufólk að segja, þegar það er nýtt til "síns brúks".

Fólk með geðræn vandamál þarf einna mest á því að halda að vera í tengslum við annað fólk; missa ekki tengingu við samfélagið. 

Geðsjúkdómar lýsa sér reyndar mjög misjafnlega og eru helst nefndir m.t.t. einkenna sjúklings. Hvort sem það er flutningur/flótti frá óbærilegum veruleika (algengasta/"okkar veruleika" :), sárasta, svartasta og dýpsta vanlíðan vegna þunglyndis, ríður á að ná/halda sjúklingnum "tengdum".

Hver svo sem ástæða veikindanna kann að vera... áfall sem er manni ofviða og/eða arfberar að láta á sér kræla, þurfum við manneskjulegar aðstæður og vingjarnlega og faglega meðferð.

Sumir kunna, um tíma, að kjósa að kreppa sig í djöfullegri vanlíðan, aleinir og breiða uppfyrir haus.  Það er þó ekki vænleg leið til bata.

Eiga þeir héðan í frá að rolast og rorra einir í Vítiskvölum með Skúrítasofursta á stól utanvið sjúkrastofudyrnar.  Ég vildi ekki trúa því að nú sætu menn fyrir utan. Eins og maður sér í bíó þegar krimmar eða fólk á flótta undan krimmum fær "gæslu" laganna þjóna. 

Árni Tryggvason, sá ljúfi maður og leikari, var hvatamaður að mál-/ráðstefnu um aðbúnað og umfjöllun um geðsjúka.  Þar töluðu lærðir og leikir. Læt lesendur um það hvorir eru hvort. Hver ætli sé nú helsti sérfræðingurinn um andlega (van)líðan og vilji geta borið fram óskir um að fá að velja hverra úrræða hann leitar í upphafi.

Þótt ég deili á þessar aðfarir, má ekki sleppa því að til eru geðsjúklingar sem ekkert er hægt að tjónka við og taka hvorki tilsögn né nýtist meðferðarform sem bjóðast þó.  Það eru FÍKNIEFNANEYTENDUR = DÓPISTAR, sem misst hafa mest allt veruleikaskyn; vita ekki hvar né hverjir í veröldinni þeir eru og eru sannlega viti sínu fjær.  Þetta fólk er/kann að vera sjálfu sér, starfsmönnum og samsjúklingum, hættulegt.  Í þeim tilvikum hreinlega verður að hafa massaða starfsmenn til gæslu.  Hjá sumu þessa fólks fyrirfinnst ekki lengur siðgæði, samhygð eða mannúð og sjálfsagt að beita því sem beitt verður.

Annað á við HEILBRIGÐA GEÐSJÚKLINGA !!!!   Segi og skrifa:  "heilbrigða"


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband