Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

SÖGULOK?

III. og LOKAKAPÍTULI.  Eftirmáli leyndardómur

Bifreiðin fjarlægð fljótlega eftir þetta upplýsandi símtal.  Kannski „þeir tveir“ hafi eftir allt farið í „bíltúr“. Bíð eftir Kastljósi eða Kompási, nú eða gleymi þessu, gleymi hvort eð er flestu.

 

 

II KAPÍTULI.  Grái bíllinn og löggan" (ímyndunarkrimmi)

Nú náðist símasamband við lögregluna, enda vaknaðir litlu hnoðrarnir.

"Góðan dag, "xxxBeturvitringurxxx" heiti ég. Ég er nú svona heimaröltandi og hef marga undanfarna daga tekið eftir bíl á stæði og nú farinn að ímynda mér að honum hafi e.t.v. verið stolið og skilinn þarna eftir.

"Nú, hvaða númer er á honum?"

"Ég sé það ekki, hliðin snýr að mér"

"Þá er nú ekkert hægt að gera"

"Nú?"

"Ef þú gefur upp númerið, getum við flett þessu upp í hvelli"

Aðeins byrjað að sjóða á mér:  "Ég skakklappast ekki út á hækjum til að gá að því"

"Þá er ekkert hægt að gera"

Nú kominn með taugaveiklunareinkenni; hjartslátt og létta ógleði: "Bíddu, hélt að þið vilduð kannski kíkja á þetta"

"Við sendum ekki tvo menn á staðinn án rökstudds gruns"

Langaði nú að brýna raustina: "Ég hélt að þið færuð kannski stundum í "bíltúr"

"Já, en það fara ekki  menn í svona"

"Jæja, mér finnst nú samt að hafa megi þetta í huga þegar þið eigið leið framhjá.  Þetta er hjá mjög fjölfarinni götu"

"Við vitum ekkert hvenær það verður"

"Nei, en þá kannski hægt að nota blað og blýant við að rita númerið og kanna við næsta tækifæri. Hafi bílnum verið stolið, yrði eigandinn trúlega þakklátur fyrir aðstoðina"

"Hvar er þetta?

"Vestast á bílastæði XXXXX skammt frá bensínstöðina"

Nú HANN orðinn hálfpirraður á MÉR:  "Jæja, við vitum þá af þessu"

"Fínt, já, takk, blessaður"

 

(ekki þakkaði hann fyrir, enda ....) 

  

I KAPÍTULI.  Grunur kviknar, lögreglan sefur

Rétt fyrir miðnættið hringdi ég í lögreglu; fyrst í Kópavogi og svo í tvö númer hjá Rvk.lögreglunni en það hringdi alls staðar út.

Þetta var EKKI 112 (svo e-r fái nú ekki fyrir hjartað við tilhugsunina við að fá fyrir hjartað (enda ekkert hættulegt að fá FYRIR hjartað, verra ef veiklunin er Í hjartanu)).

 

Vildi ekki heitstarta adrenalíninnspýtingu e-s lögreglumanns svo ég hringdi í 444-númerin. Ætli sé ekki hægt að tala við neinn á lögreglustöð nema á daginn... nema auðvitað í 112 þegar mikil alvara er á ferð?

 

Get ekki spurt þá sjálfa, þeir svara ekki - reyni á dagvakt á morgun. Erindið var að ég fór að taka eftir bíl vegna sérkennilegrar staðsetningar.

 

Núna hefur hann staðið dögum saman, einn og eymdarlegar langt frá öðrum bílum (þetta er samt merkt bílastæði)

Með frjósamt ímyndunarafl og alltof mikinn tíma, hef ég skáldað þennan líka fína krimma í kringum þennan yfirgefna bíl. A.m.k. að honum hefði verið stolið og hann skilinn þarna eftir. Þar sem mér þætti ömurlegt að vera í sporum eiganda í slíkum léttkrimma, ákvað ég að varpa ljósi á glæpinn! Ef þið hafið tapað gráum tveggja dyra mustanglegum bíl með vindkljúf, lituðum rúðum og álfelgum (sýnis mér) getið þið fengið upplýsingar. Veit ekki hvort einhver er inní honum :)

  

II KAPÍTULI: "Grái bíllinn og löggan" (ímyndunarkrimmi)

Nú náðist símasamband við lögregluna, enda vaknaðir litlu hnoðrarnir.

"Góðan dag, "xxxBeturvitringurxxx" heiti ég. Ég er nú svona heimaröltandi og hef marga undanfarna daga tekið eftir bíl á stæði og nú farinn að ímynda mér að honum hafi e.t.v. verið stolið og skilinn þarna eftir.

"Nú, hvaða númer er á honum?"

"Ég sé það ekki, hliðin snýr að mér"

"Þá er nú ekkert hægt að gera"

"Nú?"

"Ef þú gefur upp númerið, getum við flett þessu upp í hvelli"

Aðeins byrjað að sjóða á mér:  "Ég skakklappast ekki út á hækjum til að gá að því"

"Þá er ekkert hægt að gera"

Nú kominn með taugaveiklunareinkenni; hjartslátt og létta ógleði: "Bíddu, hélt að þið vilduð kannski kíkja á þetta"

"Við sendum ekki tvo menn á staðinn án rökstudds gruns"

Langaði nú að brýna raustina: "Ég hélt að þið færuð kannski stundum í "bíltúr"

"Já, en það fara ekki  menn í svona"

"Jæja, mér finnst nú samt að hafa megi þetta í huga þegar þið eigið leið framhjá.  Þetta er hjá mjög fjölfarinni götu"

"Við vitum ekkert hvenær það verður"

"Nei, en þá kannski hægt að nota blað og blýant við að rita númerið og kanna við næsta tækifæri. Hafi bílnum verið stolið, yrði eigandinn trúlega þakklátur fyrir aðstoðina"

"Hvar er þetta?

"Vestast á bílastæði XXXXX skammt frá bensínstöðina"

Nú HANN orðinn hálfpirraður á MÉR:  "Jæja, við vitum þá af þessu"

"Fínt, já, takk, blessaður"

 

(ekki þakkaði hann fyrir, enda ....) 

 


Hissari en ég á vanda til

Rétt fyrir miðnættið hringdi ég í lögreglu; fyrst í Kópavogi og svo í tvö númer hjá Rvk.lögreglunni en það hringdi alls staðar út.

Þetta var EKKI 112 (svo e-r fái nú ekki fyrir hjartað við tilhugsunina við að fá fyrir hjartað (enda ekkert hættulegt að fá FYRIR hjartað, verra ef veiklunin er Í hjartanu)).

Vildi ekki heitstarta adrenalíninnspýtingu e-s lögreglumanns svo ég hringdi í 444-númerin. Ætli sé ekki hægt að tala við neinn á lögreglustöð nema á daginn... nema auðvitað í 112 þegar mikil alvara er á ferð?

Get ekki spurt þá sjálfa, þeir svara ekki - reyni á dagvakt á morgun.

Erindið var að ég fór að taka eftir bíl vegna sérkennilegrar staðsetningar. Núna hefur hann staðið dögum saman, einn og eymdarlegar langt frá öðrum bílum (þetta er samt merkt bílastæði)

Með frjósamt ímyndunarafl og alltof mikinn tíma, hef ég skáldað þennan líka fína krimma í kringum þennan yfirgefna bíl. A.m.k. að honum hefði verið stolið og hann skilinn þarna eftir. Þar sem mér þætti ömurlegt að vera í sporum eiganda í slíkum léttkrimma, ákvað ég að varpa ljósi á glæpinn!

Ef þið hafið tapað gráum tveggja dyra mustanglegum bíl með vindkljúf, lituðum rúðum og álfelgum (sýnis mér) getið þið fengið upplýsingar. Veit ekki hvort einhver er inní honum :)


GEÐ, heilsa, LYF, líf, HEILSA. LYFJAframleiðsla, -FRAMBOÐ, -ÁVÍSANIR, -SALA

ÓLÍK MEÐUL

er yfirskrift merkilegrar (að ekki sé sagt magnaðrar) frásagnar Einars Magnússonar, lyfjamálastjóra heilbrigðisráðuneytisins.

Greinin / viðtalið birtist á heimasíðu HUGARAFLS  og er ekki síður skemmtileg en fræðandi.  Einar vann við að koma á lyfjalögum í Vietnam og var heiðraður sérstaklega fyrir þátt sinn í því.

Hann segir frá mismunandi viðhorfum til veikinda, lyfja og meðferðar. Það sem í einu landi er litið á sem "hefðbundið" er annars staðar "óhefðbundið".  Forsendur ólíkar í austri og vestri.

Greinina í heild er að finna á

http://www.hugarafl.is/frettir/1005/

 


Varð MÁL að rita MÁL um MÁL

Fávitaháttur í stað viðtengingarháttar (haft eftir málfarskennara)

og eignarfall á förum

RÚV                            „Ég held að þetta er ekki í þágu borgarinnar"

                                   „Við töldum að það óeðlilegt"

„Fræðingur"               „Húðin endurnýjar sig á þriggja mánaða fresti" (svipað og snákar þá?) Smile

Málalengingar / ekki bara óþarfar, tilgerðarlegar líka (já, já, ég er hrokagikkur)

„Við gerðum áætlun fyrirfram"

„ ... getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér(algengt orðalag)

„ ... ólögmætt brot"  (J. M. hrl. eða hdl. sem finnst allt athyglivert

„ ... með farþega innanborðs"

„ Ef maður spáir í framtíðina"

„ ... á landamærum beggja landanna" (eru „sameiginleg" landamæri tveggja landa!)

„ ... bakkaði afturábak upp alla brekkuna"

(Nei, þetta er ekki uppspuni)

 

Dagblað: Seltirningar voru e-ð ósammála um skipulag:  „Við viljum koma í veg fyrir það áður en það verður"

*********************************

Mig langar svo að stofna verði varnarlið íslenskunnar og hef sett nokkur valinkunn á lista (þau vita ekkert af því  Wink) Ég get nefnilega hneykslast og fjasað en framtakið er lítið.

Ætli sé hægt að virkja einhverja framtakssama til aðgerða til verndar íslenskri tungu?  Ég tæki þátt, en er ekki „stofnandi" í eðli mínu.


Brekku-Björn eða Keikó hinn ofdekraði

Þá held ég að Keikó heitinn kjötbollukássa hafi fengið meiri umhyggju en Brekku-Björn.

Keiko með flugi, Elton John í afmæli, Grænlandsjökulsískubbar í fertugsafmælissnapsinn hjá danska krónprinsinum.  Hlífið mér, öðru eins er nú eytt og spennt, eins og að tíma að "framselja" vegbréfslausan, óbólusettan ferðabjörn, á æfingu fyrir Ólympíuleika fjarstaddra.


Löggan og mótmælendur / löggan og hvítabjörn = fjandinn laus

Þótt eitthvað óvenjulegt gerist, hleypur ekki í kekki fyrr en búningsklæddir mæta. Þá er fjandinn líka laus.


Fyndið í smáskömmtum - svo kárnar gamanið

Mig langar ósegjanlega að stofna varnarlið íslenskunnar (hef sett nokkra valinkunna á lista, sem ég hef þó ekkert gert við ennþá, vantar framtakið).

Rás 2: (L. Bl?)              „Ætlarðu að neimdroppa?" (e. name drop) lauma nöfnum e-a til upplýsingar.

                                   „Það er ansi exótískt" að hafa þátttakanda frá S-Ameríku

Viðmælandi (ekki þáttargerðarmaður)     "Þeir eru með fullt af fólki undir sinni könnu"

RÚV: (Rúnar Snær)     „Teiserinn er ekki skaðlegur fyrir fólk með gangþráð"

Augl. í sjónvarpi:       Myndbönd:  „ ... sem unnið hefur til fjöldann allan af verðlaunum" (Atonement)

Augl. í sjónv.:              „Áttu óvænt von á gestum?" (Kötlu vöffludeig)

„Ég undra mig"/ ég undraði mig"

„Forsætisráðherra fór erlendis".

Ó.R. Grímsson:           „Þegar við erum að horfa til framtíðar"

Eignarfall á útleið?     „Vegna hækkun fasteignagjalda" - „Vegna lækkun gengisins"

Fjallað um sjúkling:    „ ... sendu sýni bæði austan hafs og vestan..."

I det hele tatt?            „Heilt í talið" - „Í það heila (tekið)" - „Heilt yfir" Þegar á heildina er litið

Fólk fjallar nokkuð um „deiliskipulag" sem á það til að valda deilum og verður þá í þeirra meðförum „deiluskipulag"

Að trúa eða ekki, e-u: „Ég var nú ekki að kaupa þetta" - „Hann keypti það alveg"

Að vera sáttur við viðurgjörning eða aðstæður:  „Ég er góður" - „Ég er fínn"

Óþolandi:                    "Hafðu góðan dag" - „Eigðu góða helgi"

Meira síðar.  Er rétt að byrja


Upplýsingar

DoctorE

birtir á bloggi sínu mjög áhugavert sjónvarpsviðtal við "arabíska" konu sem þorir að bjóða þeim birginn sem sennilega vildu hana feiga.


Þjóðernisþunglyndi

Mér finnst næstum eins og íslenskan hafi óopinberlega verið lögð niður, og ég komin með ættjarðarþunglyndi vegna þess hve mjög mér finnst þjóðerni okkar þynnast hratt út. (Nú fæ ég að líkindum rasista- ef ekki nasista-stimpil) 

Náttúrunni ekki sýnd miskunn, 

krónan fer sennilega fljótlega (á, að sögn, þá að hætta að fljóta)  

talað hefur verið um að skipta um þjóðsöng,  

tungumálið verður æ veiklulegra.   

Illmögulegt er stundum orðið að tjá sig á íslensku í verslunum og þjónustufyrirtækjum. Það var þá sem „allir“ útlendingarnir fóru allt í einu að fara í taugarnar á mér (hrædd um að ég sé farin að taka þátt í kynþáttamisrétti). 

ÍSLENSKI FÁNINN er eftir.  Hef ekki heyrt um breytingar á honum.  Hvað er eftir? 

Tungumálið virðist vera það sem enn megi bjarga og sé þess virði. 

Það er engin skömm að því að skrifa eða segja eitthvað vitlaust og manngildi síst af öllu fólgið í stafsetningarkunnáttu, EN þegar ambögufaraldur herjar á og það meðal annars á ágætlega talandi fólk, finnst mér verða að bregðast við. Ekki síst vegna þess að maður þarf sjálfur að hafa sig allan við, - til þess að falla ekki í e-a þessara gryfja sjálfur. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband