Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

HEYRT OG SÉÐ . . . .(ekkert um Glýttnir)

Málfar í auglýsingum og víðar...

"... óskum eftir starfsmönnum til starfa á leikskóla..." (augl)

"... er vinsælasta efni við liðverkjum í Noregi ..."    (augl)

... í gönguferðum "er ég alltaf með tvo sokka meðferðis"  (fararstjóri)

... göngufólk ætti "að eiga tvo skó" (sami fararstjóri) 

"... rifta einhliða af öðrum aðilanum"   (útvarp)

"... varð fyrir því að tjóna bílinn..."    (þáttargm. í útv.)

"... þegar fólk hefur lent í tjóni"  (þáttgm. útv)

"Ég var að forða slysi"  (þáttgm.útv)

"... eins og ég segi alltaf: "Róm var ekki byggð á einni nóttu""  (vikulega í útv.)

"Þeir voru báðir ósammála"  (útvarp)

"Ungur maður stórslasaður eftir slagsmál við Austurbæjarskóla" (dagbl)

************************** 

Ofnotað, ofnotað, ofnotað. Skeyti í eina setningu útþvældum sápukúluorðum sem stjórnmálamenn og fleiri nota í ofskömmtum);

Þeir sem ekki eru öruggir um sitt bakland fyrir þessa vegferð, verða að taka til í eigin ranni fyrir ef þessi leiðangur á að takast


Lifandi dæmi um lánleysi lánsglaða landans

 golf

Þessa dagana er ég að leita mér að bíl. Það sem er óvenjulegt núna, eins og flestir vita, er gífurlegt framboð og mikil verðlækkun... sem kemur mér og öðrum kaupendum auðvitað afar vel.

Veit samt ekki hvort ég hef brjóst í mér til að prútta við eiganda sem þarf að selja í neyð á niðursettu verði.

Reyndar hef ég aldrei selt bíl. Kaupi bara bíl og keyri hann síðast bensínlausan í til þess gert port.bíldrusla

Til að byrja með hef ég skimað á bílasölusíðum og -spjalli. Veit svona nokk hvað ég vil, allavega hvað ég vil ekki. Tel mig geta keypt eitthvað sem ég þarf ekki að keyra í port næstu 5-6 árin.

Maður verður bara grátklökkur við að lesa tilboðin. Í fyrsta lagi hvað margir bílar eru til sölu og hve sölubílar eru með hátt hlutfall verðsins í áhvílandi lánum. Fyrstu bílaárin mín, nennti fólk varla að gá í veðbækur að áhvílandi bílalánum, það var svo sjaldgæft.

Í öðru lagi var ógrynni bíla sem þurfti ekki að borga neitt út, bara taka yfir lánin. Ég er ekki á því að yfirtaka lán nema með þeirri vissu að borga mætti þau upp á stundinni.

Loks var það sem mér þótti mest "hrollvekjandi" (ath meðvirknin), fann reyndar bara eitt slíkt dæmi;lánatákn það var góður bíll og ekki þurfti að reiða fram neina borgun (yfirtaka áhvílandi lán) og seljandinn bauð kr: 350.000 í vasann til kaupanda!!!   Þótt hann hafi verið vitlaus á sínum tíma ætla ég ekki aðf ramkvæma samskonar vitleysu núna.

 

Mér er „stirt um stef" þegar ég hugsa til alls þess fólks (ekki bara unga fólksins) sem hefur litið á allt að 100% bílalán sem lottóvinning. Nú verður sama fólkið að byrja að hugsa, kannski heldur seint.

Meðvirkni er aðalorðið nú til dags, svo ég hlýt að koma upp um meðvirkni mína með því að kunna ekki við að prútta við „þessi grey".


Mörgum sinnum í fyrsta sinn

Hvað er hægt að fara oft til útlanda, - í fyrsta sinn? Rökleysa.

Fyrst flugvél, millilent í Færeyjum (fyrsta skipti utan Íslands) Eina "lífsreynslan" var FLUGferðin (og "hýruvognar" á flugvellinum (kann ekki að stafsetja; leigubílar) )Svo var haldið til Noregs; fyrsta sinn í útlöndum, utan flugvallar/stöðvar. Síðar hin Norðurlöndin og önnur Evrópulönd ekki stórt stökk. Á Grænlandi er landslagið of íslenskt til að vera almennilega framandi, þótt fólk, byggingar og mennig væru það. Spánn: Vá, í fyrsta sinn sá ég umhverfi, byggingar, landslag, þorp, borg(ir) og menningu sem var allt öðruvísi en ég hafði séð þangað til.

Í Búlgaríu þurfti ég í fyrsta sinn að læra stafróf til að komast um. Magnað.  Bretlandseyjar kunnulegar vegna sjónvarps og kvikmynda.  Grikkland var öllu menningarlegra en Spánninn sem ég hafði séð. Í fyrsta sinn fann ég hreinlega lyktina af fornri menningu. Þau ríki sem ég heimsótti í N-Am. voru bara eins og sakamálamynd og maður bjóst við krimma úr hverjum króki.

Kúba er svo sannarlega "fyrsta" sinni á margan hátt. Ærði óstöðugan upp að telja upp. Ber mér e.t.v. seinna  á brjóst og segi frá fólki og fyrirbærum þar. Í Rússlandi bjargaði mér Búlgaríuferðin 30 árum áður, gat nú stautað mig framúr kyrillíska letrinu. Gott og vel, ég fékk í fyrsta sinn að standa á Rauða torginu, sem mig hafði dreymt um frá því að hafa séð hersýningar þaðan.

Áratugum eftir fyrstu "fyrstu" utanlandsferðina fór ég loksins í "FYRSTU UTANLANDSFERÐINA" Hélt ég hefði nú "siglt" vel, mikið og lengi og séð flest :)  Þá var ráðist í Austurlönd nær (sem flestir kalla, ranglega, Mið-Austurlönd (beint úr ensku: Middle East))

Líbanon (Beirút) var fyrsta arabalandið. Var í dulúðugu "fréttalandi" sem ég þekkti fyrir allt annað en góðar fréttir. Fórum í illræmdar flóttamannabúðir fyrir Palestínufólk. (löng saga og hroðaleg)

Næst var Sýrland. Nei, þá varð Líbanon bara vestræn neysluborg í samanburði. Hæ og hó. Hérna gengu þá postularnir um og hryðjuverkamennirnir*(* þessir með köflóttu (Arafat) -klútana ráku rollur eða úlfalda á undan sér (hélt það væru uppreisnarmenn með þessa klúta, reyndust þá bara vera sveitamannaklútar til að verja kollinn gegn hita, sól og sandi.  Maður var með sleffarið niður eftir bringunni allan tímann, Allt, ALLT var framandi; ALLT VAR FYRST.

Með þessa endanlegu fyrstu reynslu var þetta líklega komið. Hafði reyndar aldrei komið til Kína (eða önnur Austurlönd fjær) né til Suður Ameríku, en það væri sko hægt að drepast sáttur með þessa blessun fyrir ferðafíkil.

Fíknin lét aftur sér kræla; > Jemen og Jórdanía. Þá var komið að því að vera í fyrsta sinn í HEIMI sem ég þekkti hvorki haus né sporð á. Ferðalangurinn ég, hafði aldrei upplifað neitt í líkindum við Jemen. Það er nú eftirlætislandið mitt. Það var eins og að fara í tímavél (langdræga) og það í öðrum heimshluta og óraunverulegt að fá að synda í Rauða hafinu... með sundgleraugu þegar strákarnir syntu í buxunum sínum og stelpurnar í kjólunum!   Ævintýri lífsins.

100_0116 Við Rauða hafið

Eftir Jemen varð Jórdanía einhvern veginn útundan í huganum EN hún bauð manni þó í fyrsta sinn að sitja eða liggja (eiginlega ekki hægt að synda) í Dauða hafinu.

Jemen og Jórdanía 338  Flatbakað í Dauða hafinu.

 

100_0066 Frá Sana'a, höfuðborg Jemen

17.5. d

Sú öðlingskona, Jóhanna Kristjónsdóttir, tekur að sér að finna gistingu o.þ.h. og fer alltaf með okkur. Öllum velkomið að taka þátt (Núna í október förum við til LYBIU. Sofum m.a. í tjöldum í Sahara)

 


KONUR ?!#@!!&+/-

 


Kynþáttahatarar og trúarbragðaofsækjendur

Þetta er fólk oft kallað að ósekju, svo sennilega lendi ég í þeirri þró. Reyndar virðast fæstir aðgreina þetta tvennt og kalla bara alla "rasista" (hefur hreint ekki neitt með trúarbrögð að gera, en rase d. eða race e. þýðir einfaldlega kynþáttur).

flóttamaðurinn náðist

Kveikja:  Áhlaup gert á húsnæði útlendinga. Uppi fótur og fit. Lögreglan fordæmd. Fólkið mótmælir, m.a. með hungurverkfalli. Almenningur hneykslast á því að fólkið skyldi vera vakið eldsnemma og sumir verið á nærklæðum einum, fengið lögguna "inná" sig og þurft að láta e-ð af eigum sínum af hendi; hafi verið niðurlægt á ýmsan hátt.

Vangaveltur: Af hverju gert áhlaup? Jú, vitað var að e-r íbúanna hefðu brotið lög og reglur. E.t.v. aðeins vitað um e-a ákveðna (einn eða tvo?) en allt eins líklegt að e-r fleiri hefðu e-ð að fela.

Aðgerðaleysi: Hvernig væri umræðan / viðhorfið ef lögreglan hefði kurteislega boðað komu sína á "eðlilegum" fótaferðatíma? Tekið svo viðtöl við hvern og einn, skipulega. Gæti hvinið í e-m. Ég hefði a.m.k. hneykslast á fávitahætti löggunnar þegar upp hefði komist að brotnir pottar hafi leynst ansi víða. Sauðir! Hvað eru þessir hálfvitar að hugsa! Örugglega ekki neitt!

Niðurlæging: Mér þykir niðurlægingin aðeins hjá þeim brotlegu sem upp um komst! Hitt er að sönnu ömurlega óþægilegt og þreytandi að láta tæta allt hjá sér af því að e-r annar er sekur.Sýrlenskur vörður

Öryggis - niðurlæging: Hvað eru margir flugfarþegar með vökva til sprengjugerðar í handfarangrinum, eða önnur vítistæki? Sennilega afar fáir, en það hefur þó gerst; þeim rænt eða þaðan af verra.  Samt er leitað í ÖLLUM handfarangri. Maður verður fúll, ef ekki snakillur, þegar hella þarf niður Svalanum úr pela barnsins, maður látinn henda naglaklippunum sínum, látinn fara úr skóm og jakka. Rífa af sér beltið, skartgripi og mynt og SAMT baular viðvörunarbjallan (um að maður gæti verið í Al Kaída) þótt maður sé sárasaklaus af öðru en því að vera með varahlut í mjöðminni.

Hverjum þykir ekki óþægilegt (sumum niðurlægjandi) að þurfa að láta taka ljósmynd af sér og fingrafar. Stundum sýnis manni jafnvel að vörðurinn sé að leita að andlitsdráttum sem komið gæti upp um ill áform manns.  Það er allt að því ógnvekjandi að vera dreginn afsíðis með vopnuðum verði, til að láta þukla á sér og leita.

Fyrir hverja:   Flest látum við þetta yfir okkur ganga. Fyrst og fremst vegna þess að þessir verðir sjá um að tryggja öryggi okkar eins og best verður á kosið. Reyndar hefur maður orðið vitni að n.k. "kasti" hjá farþega.  Manni finnst samt að stundum sé of langt gengið í hörku, en ekki veit maður við hvers konar fólk þetta starfsfólk hefur þurft að eiga við.

Eitt yfir alla:  Þrátt fyrir lítið framboð á flugræningjum og óyndismönnum s.s. í flugvélum þá verður eitt yfir alla að ganga. Það er ekki vitað hver er hvurs eða hvenær svo við lendum öll í þessari svokallaðri niðurlægingu.


Hæstu meðallaun á landinu = líklega hárrétt staðhæfing!

Forstjóri fjármálafyrirtækis sagði aðspurður um launakjör starfsmanna fyrirtækis "hans" að þeir gætu vel við unað þar sem meðallaun þessa fyrirtækis væru þau hæstu í landinu.

Það er auðvelt að skilja það, hafi maður lágmarkskunnáttu í samlagningu og deilingu.

Starfsfólkið "hans" hefur flest skítsæmileg laun, ekkert framúrskarandi þó. 200-300þúsund króna mánaðarlaun kunna að vera nokkuð góð m.v. þau sultarlaun sem aðrir þurfa að láta sér nægja.

Auðvitað hafa heilarnir og topparnir af þessum græðlingum meira en ofangreinda upphæð.

Svo kemur það sem reddar MEÐALtalinu!  Mönnum reiknaðist svo til að umræddur forstjóri hefði 62 MILLJÓNIR á mánuði (eða voru það 65 milljónir. Skiptir ekki máli þótt skeiki um nokkrar milljónir á MÁNUÐI).

Setjum upp dæmi:  120 manns hafa að meðaltali 300 þúsund á mánuði = 360 milljónir. Svo bætum við einum starfsmanni við sem hefur 62milljónir [= 98.000.000] deilum þessu nú á 121 starfsmann, sem þá teljast samkvæmt þessu fá 809.917 KRÓNU MEÐALLAUN Á MÁNUÐI HJÁ FYRIRTÆKINU = frábær MEÐALLAUN á þeim bæ.
Það verður að virða forstjóranum til vorkunnar að þetta eru ekki allt LAUNatekjur. Eitthvað fæst með öðrum leiðum.
einkaþota

 


Ættu að einbeita sér að fleiri gerðum göngulags en G-bletts-göngulagi

til dæmis að fylgjast með hegðun þeirra sem stöðugt eru með svartan bletta á tungunni. Herra mín trúr, þá þegðu víst margir í björtu. Burkatíska kæmist í hástig.

Svo mætti skilgreina þjófa- og ræningjagöngulag. Framhjáhaldsgöngulag.

 Undir þetta mættu svo lúðrasveitir spila hressandi göngulög.


mbl.is Göngulagið kemur upp um G-blettinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband