22.7.2008 | 15:34
SYNDANDI. .NÆRBUXUR
Veit ekki hvort þetta heyrir undir "spaugilegt" eða "samfélag".
Flest ætlumst við til að farið sé eftir reglum samfélagsins (að ekki sé sagt - lögum) Það á auðvitað við um borna og barnfædda (barða og berfætta) Íslendinga, Nýslendinga og gesti.
Ef ekki er hægt ætlast til aðlögunar í tiltölulega einföldu atferli hvað þá með alvöru mál, viðtekna siði, hefðir, venjur og reglur samfélagsins?
Þetta netta nöldur helgast af "áhorfi" á útlendinga sem nota nærbuxur sem sundskýlur. Tók eftir hópi karla sem hlussuðust milli heitu pottanna og laugarinnar í mishuggulegum nærbrókum. Einn var reyndar svo bumbusíður að framan frá sá maður ekki hvort hann var fá- eða óklæddur (hefði falið allt sem þar hefði hugsanlega getað verið )
Nefndi þetta si sona við starfsmann í lauginni. Þetta var þá alþekkt. Starfsmaðurinn sagði þá vera Pólverja en ég hef ekki hugmynd um það (starfsmaðurinn er Serbi ha ha) Hann sagði að þeir færu ekki einu sinni úr brókinni til að þvo sér í sturtunum. Hef reyndar ekki orðið vitni að því.
Mér var á orði að ég hefði velt því fyrir mér hvort þetta væru þá a.m.k. HREINAR NÆRBUXUR.... þá greip hann frammí, með skondnu brosi, ... "eða hvort þeir væru að ÞVO ÞÆR og sótthreinsa í klórnum."
Svo fékk ég þessa dásamlegu frásögn: "Þeir voru að verða vitlausir á þessu í lauginni uppfrá og byrjuðu að gefa þeim skýlur m.a. úr óskilamunum.... en þá fóru þeir bara í þær utanyfir nærbrækurnar.
Ja, hér. Hvernig ætlum við samræma hagsmuni í "stærri málum", oft viðkvæmum og tilfinningaþrungnum. Til að hvítþvo nú ekki landa mína, úr klór, þá eru margir, aðallega ungar stúlkur, sem beita öllum brögðum til að sleppa við að þvo sér fyrir laugarferð.
Guði sé lofi fyrir klórinn, þótt hann fari illa með sundskýlur og -boli.
20.7.2008 | 04:41
HOMMAR og heilög RITNING
Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að impra enn einu sinni á þessu margumfjallaða málefni. Mér er bara ómögulegt að skilja homma og lesbíur varðandi ásókn í að fá "hjóna"-vígslu staðfesta kirkjunnar klerkum.
Samkynhneigðir eru hreint ekki fyrir mér á neinn máta og ég unni þeim alls hins besta eins og öðru fólki og finnst eðlileg löngun þeirra til að fá blessaða framtíð sína og kærleika.
Það sem vefst fyrir mér er þessi þörf fyrir að eiga eitthvað undir trúarkennisetningu sem byggir einmitt á Biflíunni.
Biflían er undirstaða kristinnar kirkju og þeir sem afneita hinni helgu bók geta þess vegna eiginlega ekki kallað sig sannkristna.
Að vísu eru lögmál í Gamla testamentinu sem afnumin eru með "lögmáli hinu nýja". Ekki kann ég Bókina nógu vel til að geta haft á reiðum höndum tilvitnanir við sérhvert tilefni en hitt veit ég að í henni er samkynhneigð fordæmd.
Setjum svo að maður taki saman við konu með annan hörundslit. Þar sem þau langar að giftast, byggir trúin á trúarriti sem fordæmir giftingar hvítra og þeldökkra. Færu þau að berjast fyrir því að fá samt að ganga í heilagt hjónaband hjá þessum trúarbrögðum?
Hvers vegna vilja samkynhneigðir fá blessun og/eða vígslu hjá kirkjudeild sem byggir á bók sem fordæmir þá??? Mér gersamlega hulin ráðgáta!!!
homo: úr grísku, "samur" / "sam" Þannig geta konur líka verið "homo" t.d. -sexual
Eytt hefur verið athugasemdum frá mér á bloggi en ég geri það ekki. Annarra skrif eru mér óviðkomandi þótt undir minni færslu séu.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 04:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.7.2008 | 00:20
Ferðakostnaður er EKKI ferðaKOSTNAÐUR
Forvitnaðist um auglýst tilboð. Reyndar var það lægra en "grunnupphæðin" sem hér er gefin upp.
Athugið að forfallatrygging er valkvæð og lengi hefur tíðkast að innheimta sérstaklega fargjald til og frá flugvelli, svo látum það liggja milli hluta. Athugið líka að þetta er verð fyrir tvo ferðalanga.
Ferðakostnaður ISK | ||
2 x Flugsæti báðar leiðir til Costa del Sol @ 37300 | 74.600,00 | |
2 x Eldsneytishækkun Keflavík-Malaga @ 1950 | 3.900,00 | |
2 x Eldsneytishækkun Malaga-Keflavík @ 1950 | 3.900,00 | |
2 x Forfallatrygging @ 1800 | 3.600,00 | |
2 x Flugvallarskattur fullorðinna @ 6900 | 13.800,00 | |
1 x Gengisbreyting 17.8% @ 14667 | 14.667,00 | |
Heildarverð ferðar | 114.467,00 |
Hérna tók ég út forfallatrygginguna
Ferðakostnaður ISK | ||
2 x Flugsæti báðar leiðir til Costa del Sol @ 37300 | 74.600,00 | |
2 x Eldsneytishækkun Keflavík-Malaga @ 1950 | 3.900,00 | |
2 x Eldsneytishækkun Malaga-Keflavík @ 1950 | 3.900,00 | |
2 x Flugvallarskattur fullorðinna @ 6900 | 13.800,00 | |
1 x Gengisbreyting 17.8% @ 14667 | 14.667,00 | |
Heildarverð ferðar | 110.867,00 |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2008 | 00:20
Sköp kvenna almennt létt
Stundum er fjölgað "dagsflugum" t.d. til Spánar. Nú stendur e.t.v. til að fækka "flugum" frá Norður Ameríku. Allt er þetta samt á svo góðum "verðum".
Nú bíð ég bara eftir að fólk fari að nota marga "sykra" í kaffið, - og telji jafnvel að "mjölin" séu óhrein í pokahornunum.
Velti þess vegna fyrir mér hvort vinir á góðri stundu séu ekki í góðum "sköpum". Í framhaldi af því má svo velta fyrir sér hvort sköp kvenna eða karla séu almennt léttari.
Ætli þessi sinni næturflugum. Ýmislegt fæst á góðum verðum
5.7.2008 | 02:39
Brjálæðinga og dópista í Gúlagið
Gat ekki gert upp á milli ofangreindrar fyrirsagnar og:
"Það á að hengja og skjóta þá helvítis þrjóta"
... en svona er oft talað um fólk með geðræna sjúkdóma og þá sem hafa fest í gildru (ólöglegra) vímuefna.
Kveikjan að þessum pistli er upphlaup fólks vegna fyrirhugaðs sambýlis / athvarfs eiturlyfjafíkla eftir afeitrun og hugarfarsmeðferð á viðeigandi stofnunum / meðferðarstofnun.
Mér finnst meiri ástæða til að óttast og forðast eiturlyfjafíkla sem eru í neyslu. Þá sem ógna lífi, heilsu og veraldlegum eigum samborgara sinna. Minni hætta af fólki sem hefur haft styrk til að reyna að koma sér útúr eymdar- og afbrotalífi.
Ég hef haft afskipti vegna útúr dópaðra innbrotsþjófa og vildi óska þess að þeir hefðu verið búnir að fara í meðferð og væru að "taka til" í lífi sínu í athvarfi fyrir fíkla í bata.
Það er líka þyngra en tárum taki að finna fordóma og þekkingarskort þeirra sem vilja ekki hafa "einhverja geðsjúkinga" í hverfinu. Þótt einhver hafi orðið (og verið) veikur á geði, þýðir það ekki að hann sé og verði veikur það sem eftir er.
Margir þekkja frunsu (herpes simplex). Til skýringar líki ég henni saman við veikindi á geði. Þótt maður fái frunsu, og það e.t.v. oftar en einu sinni á ævinni, ÞÝÐIR ÞAÐ EKKI AÐ MAÐUR SÉ OG VERÐI MEÐ FRUNSU TIL DAUÐADAGS. Ekki kvef heldur.
2.7.2008 | 23:10
SAMDRÁTTUR >>> höfum leyft bönkunum að draga okkur sundur og saman
Þarf virkilega 'kreppu' til að við byrjum að skilja? Hvaða heilvita, fullorðinn, fjárráða maður lét sér detta í hug að bankarnir væru að HJÁLPA viðskiptavininum með lánatilboðunum? Og hvernig datt okkur í hug að þiggja körfulán til áratuga þegar krónan var jafnvel þá þegar talin of hátt skráð?
Hvernig datt okkur í hug (OK, ungt og óreynt og TRÚÐI á bankana) að FLYTJA húsnæðislán á föstum vöxtum yfir til banka sem bauð aðeins lægri vexti, EN MEÐ VAXTAENDURSKOÐUNARÁKVÆÐUM, hva, er það á 10 ára fresti eða örar?
Vorum e.t.v. rétt byrjuð að borga niður höfuðstól eftir áralanga vaxta- og verðtryggingagreiðslur (jafngreiðslulán/annuitet) og flytjum svo lánin OG BYRJUM UPP Á NÝTT VIÐ AÐ GREIÐA VEXTI.....og verðbætur og og .....
Það er pottþétt að fasteignasalar og byggingafyrirtæki eru ekki alveg óhlutdræg (starfsfólk stundum bara ekki nógu klárt heldur) við leiðbeiningar til kaupenda. En biðjum fyrir okkur að TREYSTA BANKA fyrir aleigu sinni og tekjum, jafnvel næstu 40 árin! Bankarnir sjá að sjálfsögðu viðskiptin frá sinni hlið, eins og flestir gera.
2.7.2008 | 22:59
ÓLYMPÍUKÍNVERJAR - JÁ/NEI
Hef lengi og vel velt fyrir mér hvort rétt væri að mótmæla m.a. mannréttindabrotum Kínverja með því að sækja ekki opnunarhátíð OL og/eða hætta við þátttöku í leikunum.
Annars vegar get ég séð að það yrði alvarleg áminning til KÍNVERSKRA YFIRVALDA. Efast samt um að þau, frekar en mörg önnur, létu það hafa áhrif á stjórnarfar og/eða dómsmál og hegningar sem þau fara eftir og stunda; drægju úr mannréttindabrotum.
Hins vegar sé ég andlit hins ALMENNA KÍNVERSKA BORGARA. Þeir kætast og hlakka til þessarar gleðihátíðar sem veitir þeim heimsathygli. Þar er aðallega í forgrunni ungt afreksfólk sem hefur ekkert með stjórnvöld að gera og geta ekki stýrt neinu nema eigin hug og líkama.
Reyndar eru frásagnir af íþróttafólki, bæði í Kína og víðar, sem eru þrælar íþróttaæfinga frá unga aldri til að geta "slegið í gegn" og borið hróður lands síns. Það er ekki beint til umræðu hér.
Er réttlætanlegt að eyðileggja möguleikana á einstæðri lífsreynslu þessa fólks; kínverska íþróttafólksins og íþróttahetja allra heimsins þjóða? NEI, þá fyndist mér að verið væri að "hengja bakara fyrir smið." Auk þess sem ég hef enga trú á að slík mótmæli hefðu mælanleg áhrif.
Er ástæða til að opna augu heimsins fyrir þeim brotum sem þegnarnir verða fyrir? JÁ. En þá þarf að finna aðrar leiðir, leiðir sem spegluðu þá sjálfa og yrði þeim til minnkunar.
Ef ráðist yrði gegn mannréttindabrotum með því að fórna öllu starfi, tilhlökkun, æfingum, undirbúningi og uppbyggingu vegna OL yrði að horfa víðar um völl. Þarf ekki að stinga líka aðeins á stjórnvöldum fleiri ríkja, m.a. BNA?
1.7.2008 | 01:01
Getur nokkur láð mér ...
... þótt ég hangi oft við gluggann minn. Málverkauppboð hvað? Fyllist andakt og ást á fósturjörðinni. Allah er nærri ...
MYNDIR TEKNAR 2008 07 01 KL: 00:20
Svífur yfir Esjunni sólroðið ský
Gamli "Snæjó" í stærra lagi
Norðurhiminn
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.6.2008 | 04:16
Loksins eitthvað hræódýrt hér á landi - bloggmiðlun : )
Sá um daginn í færslu Hólmdísar en hún hafði komið við í "Ríkinu" og gert góð kaup?! (ímyndaði mér að það hlyti þá að vera jarðskjálftaútsala)
Þetta reyndist þá vera sjoppan "Ríkið" (eftir gömlu áfengisútsölunni á Snorrabrautinni sem var þarna til húsa). Þar er þá útsala á myndbandsspólum og í orðsins fyllstu "allt á að seljast". Nú eru diskar orðnir allsráðandi svo spólur fást fyrir lítið. Þarna er því mýgrútur af algerlega ónotuðum spólum (aukaeintök) auk notaðra.
Ég er mikill glápari og á ekki diskaspilara svo ég skellti mér líka í Ríkið. Keypti spólur á 100 kall stykkið. Safnaraeðlið tók sig upp og ég keypti 21 spólu!!! Sem er ca gjald fyrir 2 í bíó.
Þarf því ekki að treysta á lélega sjónvarpsdagskrá í sumar og hef heilan lager í hraglandanum í vetur.
Næst var að tæla e-n annan veiklyndan, svo ég fór með skyldmenni og þar bættust 10 stk við. Nú erum við komin með fjölskylduvideóleigu sem við köllum famgiro; allir mega sjá allt eins oft og þeir vilja og lána svo áfram.
MÉR FANNST ÓMÖGULEGT ANNAÐ AÐ LÁTA FLEIRI VITA, væru þeir svipaðs sinnis og ég!
Ha, ha, fór að hugsa. En, nei, ég er ekki á prósentum!!
27.6.2008 | 02:24
Skemmtileg auglýsing ... og ekki drasl
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 02:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2008 | 01:38
Vitlaus texti:
Máni Svavarsson hefur haldið síðu sem m.a. hefur að geyma tilvitnanir í vitlaust sungna texta. Ég fer stöku sinnum og kíki og þótt ekki hafi bæst mikið við á milli, tekst mér alltaf að reka upp nokkrar rokur og næla mér í endorfín, eða eitthvert annað fín.
http://www.itn.is/~mani/fun/misheyrn/misheyrn.htm
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2008 | 02:05
Genetík fyrir tíma káranna
(Veit ekki hvort þetta passar betur undir "Menntun og skóli" eða "Spaugilegt")
Jamm, þetta var manni nú sett fyrir:
"Heilbrigð kona giftist heilbrigðum manni. Þau eiga fjölda afkomenda, sem eru allir andlega og líkamlega heilbrigðir. Bóndinn tekur síðan saman við konu, sem er andlegur fáráðlingur. Þau eignast einn son, sem er einnig fáráðlingur. Sonurinn á heilbrigða konu og með henni sjö börn, þar af fjóra fáráðlinga. Þegar fáráðlingarnir taka saman við fáráðlinga (sem tíðast er) og geta börn við þeim, kastar tólfunum. Af 11 börnum þannig til komnum í fjórða ættlið eru t.d. 10 fáráðlingar. Andlegur fáráðlingsháttur er svo ættgengur, að sé annað foreldri fáviti, má gera ráð fyrir, að helmingur barnanna verði fávitar, en séu báðir foreldrar andlega miður sín, er hending, ef nokkurt barnanna verður með fullu viti." (bls.17)
Kristín Ólafsdóttir 1955. Heilsufræði handa húsmæðrum.Reykjavík, Ísafoldarprentsmiðja hf.
_____________________________________
Einhverjir fengju nú hland fyrir hjartað nú á dögum, vegna orðavalsins. Maður sjálfur er öllu vanur enda vann ég á Fávitahælinu (og get sannað það með launamiðum!!! :)
Spaugilegt | Breytt 17.1.2012 kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.6.2008 | 13:15
Karlakúgun?
18.6.2008 | 02:12
NÆTURSÓLIN
Myndir teknar á miðnætti; 17.júní 2008, kl: 23.58 Nokkuð beint í NORÐUR
Á hverju ári verð ég jafn hissa á þessu undri. Hef samt búið á Íslandi mestallan aldur.
Neðri myndin svíkur reyndar svolítið; sólin og baugurinn verður stærri og meira áberandi vegna þess hve stór hluti myndarinnar var dökkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2008 | 01:01
Listrænt VinnuSKÓLAfólk. Í upphafi KENNSLU.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 00:46
MARKLAUS fjölmiðlaKÖNNUN
Varla þarf íþróttamaður að borga (stórfé) til þess að fá að vita hvort hann hafi komist í mark, hve langt hlaupið (t.d.) hann hafi, á hve löngum tíma og hvar hann hafi verið í röðinni. Getur varla verið!
Alltaf eru e-r kannanir í gangi. Núna stendur m.a. yfir fjölmiðlakönnun. Niðurstöður eru jafnharðan kynntar og unir hver glaður við sitt. En ekki hvað? Því stærri súla í ritinu, þeim mun flottara.
Ég tók eftir því að ekki er að finna niðurstöður áhorfs/hlustunar allra fjölmiðla. Ég hlusta oft á Útvarp sögu (nema á ákveðna, að mér finnst, hræðilega þáttagerðarmenn) svo...
... þegar ég rak augun í að ENGINN virtist hlusta á ÚS, fannst mér það harla skrýtið. Velti því fyrir mér hvort ég og innhringjendur (sérkennilegar endur) væru einu eyrun sem ljáð væru stöðinni.
Þegar ég spurðist svo fyrir, var mér sagt (firri mig ábyrgð, þetta flokkast undir slúður) að það kostaði 2-3 millur að TAKA ÞÁTT.
Verður niðurstaða slíkra kannana marktæk?
Viðskipti og fjármál | Breytt 18.6.2008 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2008 | 15:17
LOKUÐ INNI í 18 ár / elskuleg móðir og bróðir sáu um það / ÍTALÍA
Þessari konu varð á að eignast barn utan hjónabands.
Refsing: 18 ára fangelsi móður og bróður.
Ekki þyrði ég að mæta þessari konu (móðurinni) í myrkri. Varla björtu. Augun!
Því er nú fjand.... verr að ég kann engar brellur til að tengja, innsetja eða lesa inná skjátlið. Annars væri þetta rosaflott hjá mér :)
Greinin sem ég fékk senda frá góðum vini, birtist í VG, Noregi:
http://go.vg.no/cgi-bin/go.cgi/tips/http://www1.vg.no/pub/vgart.php?artid=505014
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2008 | 02:18
Það sem GEÐSJÚKLINGAR þurfa síst
Vil ég að svona yrði mömmu, pabba, systur, bróður, dóttur, syni, vinum og venslamönnum sinnt??
Að Securitas starfsmenn "vakti" sjúklinga á geðdeild(um?) kveikti á þessu skjátli. Sigurður Þór Guðjónsson skjátlar um þetta á sinni síðu. Það er samt ekkert nema gott um öryggisþjónustufólk að segja, þegar það er nýtt til "síns brúks".
Fólk með geðræn vandamál þarf einna mest á því að halda að vera í tengslum við annað fólk; missa ekki tengingu við samfélagið.
Geðsjúkdómar lýsa sér reyndar mjög misjafnlega og eru helst nefndir m.t.t. einkenna sjúklings. Hvort sem það er flutningur/flótti frá óbærilegum veruleika (algengasta/"okkar veruleika" :), sárasta, svartasta og dýpsta vanlíðan vegna þunglyndis, ríður á að ná/halda sjúklingnum "tengdum".
Hver svo sem ástæða veikindanna kann að vera... áfall sem er manni ofviða og/eða arfberar að láta á sér kræla, þurfum við manneskjulegar aðstæður og vingjarnlega og faglega meðferð.
Sumir kunna, um tíma, að kjósa að kreppa sig í djöfullegri vanlíðan, aleinir og breiða uppfyrir haus. Það er þó ekki vænleg leið til bata.
Eiga þeir héðan í frá að rolast og rorra einir í Vítiskvölum með Skúrítasofursta á stól utanvið sjúkrastofudyrnar. Ég vildi ekki trúa því að nú sætu menn fyrir utan. Eins og maður sér í bíó þegar krimmar eða fólk á flótta undan krimmum fær "gæslu" laganna þjóna.
Árni Tryggvason, sá ljúfi maður og leikari, var hvatamaður að mál-/ráðstefnu um aðbúnað og umfjöllun um geðsjúka. Þar töluðu lærðir og leikir. Læt lesendur um það hvorir eru hvort. Hver ætli sé nú helsti sérfræðingurinn um andlega (van)líðan og vilji geta borið fram óskir um að fá að velja hverra úrræða hann leitar í upphafi.
Þótt ég deili á þessar aðfarir, má ekki sleppa því að til eru geðsjúklingar sem ekkert er hægt að tjónka við og taka hvorki tilsögn né nýtist meðferðarform sem bjóðast þó. Það eru FÍKNIEFNANEYTENDUR = DÓPISTAR, sem misst hafa mest allt veruleikaskyn; vita ekki hvar né hverjir í veröldinni þeir eru og eru sannlega viti sínu fjær. Þetta fólk er/kann að vera sjálfu sér, starfsmönnum og samsjúklingum, hættulegt. Í þeim tilvikum hreinlega verður að hafa massaða starfsmenn til gæslu. Hjá sumu þessa fólks fyrirfinnst ekki lengur siðgæði, samhygð eða mannúð og sjálfsagt að beita því sem beitt verður.
Annað á við HEILBRIGÐA GEÐSJÚKLINGA !!!! Segi og skrifa: "heilbrigða"
11.6.2008 | 19:31
SÖGULOK?
III. og LOKAKAPÍTULI. Eftirmáli leyndardómur
Bifreiðin fjarlægð fljótlega eftir þetta upplýsandi símtal. Kannski þeir tveir hafi eftir allt farið í bíltúr. Bíð eftir Kastljósi eða Kompási, nú eða gleymi þessu, gleymi hvort eð er flestu.
II KAPÍTULI. Grái bíllinn og löggan" (ímyndunarkrimmi)
Nú náðist símasamband við lögregluna, enda vaknaðir litlu hnoðrarnir.
"Góðan dag, "xxxBeturvitringurxxx" heiti ég. Ég er nú svona heimaröltandi og hef marga undanfarna daga tekið eftir bíl á stæði og nú farinn að ímynda mér að honum hafi e.t.v. verið stolið og skilinn þarna eftir.
"Nú, hvaða númer er á honum?"
"Ég sé það ekki, hliðin snýr að mér"
"Þá er nú ekkert hægt að gera"
"Nú?"
"Ef þú gefur upp númerið, getum við flett þessu upp í hvelli"
Aðeins byrjað að sjóða á mér: "Ég skakklappast ekki út á hækjum til að gá að því"
"Þá er ekkert hægt að gera"
Nú kominn með taugaveiklunareinkenni; hjartslátt og létta ógleði: "Bíddu, hélt að þið vilduð kannski kíkja á þetta"
"Við sendum ekki tvo menn á staðinn án rökstudds gruns"
Langaði nú að brýna raustina: "Ég hélt að þið færuð kannski stundum í "bíltúr"
"Já, en það fara ekki menn í svona"
"Jæja, mér finnst nú samt að hafa megi þetta í huga þegar þið eigið leið framhjá. Þetta er hjá mjög fjölfarinni götu"
"Við vitum ekkert hvenær það verður"
"Nei, en þá kannski hægt að nota blað og blýant við að rita númerið og kanna við næsta tækifæri. Hafi bílnum verið stolið, yrði eigandinn trúlega þakklátur fyrir aðstoðina"
"Hvar er þetta?
"Vestast á bílastæði XXXXX skammt frá bensínstöðina"
Nú HANN orðinn hálfpirraður á MÉR: "Jæja, við vitum þá af þessu"
"Fínt, já, takk, blessaður"
(ekki þakkaði hann fyrir, enda ....)
I KAPÍTULI. Grunur kviknar, lögreglan sefur
Rétt fyrir miðnættið hringdi ég í lögreglu; fyrst í Kópavogi og svo í tvö númer hjá Rvk.lögreglunni en það hringdi alls staðar út.
Þetta var EKKI 112 (svo e-r fái nú ekki fyrir hjartað við tilhugsunina við að fá fyrir hjartað (enda ekkert hættulegt að fá FYRIR hjartað, verra ef veiklunin er Í hjartanu)).
Vildi ekki heitstarta adrenalíninnspýtingu e-s lögreglumanns svo ég hringdi í 444-númerin. Ætli sé ekki hægt að tala við neinn á lögreglustöð nema á daginn... nema auðvitað í 112 þegar mikil alvara er á ferð?
Get ekki spurt þá sjálfa, þeir svara ekki - reyni á dagvakt á morgun. Erindið var að ég fór að taka eftir bíl vegna sérkennilegrar staðsetningar.
Núna hefur hann staðið dögum saman, einn og eymdarlegar langt frá öðrum bílum (þetta er samt merkt bílastæði)
Með frjósamt ímyndunarafl og alltof mikinn tíma, hef ég skáldað þennan líka fína krimma í kringum þennan yfirgefna bíl. A.m.k. að honum hefði verið stolið og hann skilinn þarna eftir. Þar sem mér þætti ömurlegt að vera í sporum eiganda í slíkum léttkrimma, ákvað ég að varpa ljósi á glæpinn! Ef þið hafið tapað gráum tveggja dyra mustanglegum bíl með vindkljúf, lituðum rúðum og álfelgum (sýnis mér) getið þið fengið upplýsingar. Veit ekki hvort einhver er inní honum :)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.6.2008 | 15:18
II KAPÍTULI: "Grái bíllinn og löggan" (ímyndunarkrimmi)
Nú náðist símasamband við lögregluna, enda vaknaðir litlu hnoðrarnir.
"Góðan dag, "xxxBeturvitringurxxx" heiti ég. Ég er nú svona heimaröltandi og hef marga undanfarna daga tekið eftir bíl á stæði og nú farinn að ímynda mér að honum hafi e.t.v. verið stolið og skilinn þarna eftir.
"Nú, hvaða númer er á honum?"
"Ég sé það ekki, hliðin snýr að mér"
"Þá er nú ekkert hægt að gera"
"Nú?"
"Ef þú gefur upp númerið, getum við flett þessu upp í hvelli"
Aðeins byrjað að sjóða á mér: "Ég skakklappast ekki út á hækjum til að gá að því"
"Þá er ekkert hægt að gera"
Nú kominn með taugaveiklunareinkenni; hjartslátt og létta ógleði: "Bíddu, hélt að þið vilduð kannski kíkja á þetta"
"Við sendum ekki tvo menn á staðinn án rökstudds gruns"
Langaði nú að brýna raustina: "Ég hélt að þið færuð kannski stundum í "bíltúr"
"Já, en það fara ekki menn í svona"
"Jæja, mér finnst nú samt að hafa megi þetta í huga þegar þið eigið leið framhjá. Þetta er hjá mjög fjölfarinni götu"
"Við vitum ekkert hvenær það verður"
"Nei, en þá kannski hægt að nota blað og blýant við að rita númerið og kanna við næsta tækifæri. Hafi bílnum verið stolið, yrði eigandinn trúlega þakklátur fyrir aðstoðina"
"Hvar er þetta?
"Vestast á bílastæði XXXXX skammt frá bensínstöðina"
Nú HANN orðinn hálfpirraður á MÉR: "Jæja, við vitum þá af þessu"
"Fínt, já, takk, blessaður"
(ekki þakkaði hann fyrir, enda ....)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)