11.6.2008 | 00:24
Hissari en ég á vanda til
Rétt fyrir miðnættið hringdi ég í lögreglu; fyrst í Kópavogi og svo í tvö númer hjá Rvk.lögreglunni en það hringdi alls staðar út.
Þetta var EKKI 112 (svo e-r fái nú ekki fyrir hjartað við tilhugsunina við að fá fyrir hjartað (enda ekkert hættulegt að fá FYRIR hjartað, verra ef veiklunin er Í hjartanu)).
Vildi ekki heitstarta adrenalíninnspýtingu e-s lögreglumanns svo ég hringdi í 444-númerin. Ætli sé ekki hægt að tala við neinn á lögreglustöð nema á daginn... nema auðvitað í 112 þegar mikil alvara er á ferð?
Get ekki spurt þá sjálfa, þeir svara ekki - reyni á dagvakt á morgun.
Erindið var að ég fór að taka eftir bíl vegna sérkennilegrar staðsetningar. Núna hefur hann staðið dögum saman, einn og eymdarlegar langt frá öðrum bílum (þetta er samt merkt bílastæði)
Með frjósamt ímyndunarafl og alltof mikinn tíma, hef ég skáldað þennan líka fína krimma í kringum þennan yfirgefna bíl. A.m.k. að honum hefði verið stolið og hann skilinn þarna eftir. Þar sem mér þætti ömurlegt að vera í sporum eiganda í slíkum léttkrimma, ákvað ég að varpa ljósi á glæpinn!
Ef þið hafið tapað gráum tveggja dyra mustanglegum bíl með vindkljúf, lituðum rúðum og álfelgum (sýnis mér) getið þið fengið upplýsingar. Veit ekki hvort einhver er inní honum :)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ÓLÍK MEÐUL
er yfirskrift merkilegrar (að ekki sé sagt magnaðrar) frásagnar Einars Magnússonar, lyfjamálastjóra heilbrigðisráðuneytisins.
Greinin / viðtalið birtist á heimasíðu HUGARAFLS og er ekki síður skemmtileg en fræðandi. Einar vann við að koma á lyfjalögum í Vietnam og var heiðraður sérstaklega fyrir þátt sinn í því.
Hann segir frá mismunandi viðhorfum til veikinda, lyfja og meðferðar. Það sem í einu landi er litið á sem "hefðbundið" er annars staðar "óhefðbundið". Forsendur ólíkar í austri og vestri.
Greinina í heild er að finna á
http://www.hugarafl.is/frettir/1005/
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2008 | 01:15
Varð MÁL að rita MÁL um MÁL
Fávitaháttur í stað viðtengingarháttar (haft eftir málfarskennara)
og eignarfall á förum
RÚV Ég held að þetta er ekki í þágu borgarinnar"
Við töldum að það sé óeðlilegt"
Fræðingur" Húðin endurnýjar sig á þriggja mánaða fresti" (svipað og snákar þá?)
Málalengingar / ekki bara óþarfar, tilgerðarlegar líka (já, já, ég er hrokagikkur)
Við gerðum áætlun fyrirfram"
... getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér" (algengt orðalag)
... ólögmætt brot" (J. M. hrl. eða hdl. sem finnst allt athyglivert
... með farþega innanborðs"
Ef maður spáir í framtíðina"
... á landamærum beggja landanna" (eru sameiginleg" landamæri tveggja landa!)
... bakkaði afturábak upp alla brekkuna"
(Nei, þetta er ekki uppspuni)
Dagblað: Seltirningar voru e-ð ósammála um skipulag: Við viljum koma í veg fyrir það áður en það verður"
*********************************
Mig langar svo að stofna verði varnarlið íslenskunnar og hef sett nokkur valinkunn á lista (þau vita ekkert af því ) Ég get nefnilega hneykslast og fjasað en framtakið er lítið.
Ætli sé hægt að virkja einhverja framtakssama til aðgerða til verndar íslenskri tungu? Ég tæki þátt, en er ekki stofnandi" í eðli mínu.
3.6.2008 | 21:07
Brekku-Björn eða Keikó hinn ofdekraði
Þá held ég að Keikó heitinn kjötbollukássa hafi fengið meiri umhyggju en Brekku-Björn.
Keiko með flugi, Elton John í afmæli, Grænlandsjökulsískubbar í fertugsafmælissnapsinn hjá danska krónprinsinum. Hlífið mér, öðru eins er nú eytt og spennt, eins og að tíma að "framselja" vegbréfslausan, óbólusettan ferðabjörn, á æfingu fyrir Ólympíuleika fjarstaddra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.6.2008 | 14:41
Löggan og mótmælendur / löggan og hvítabjörn = fjandinn laus
Þótt eitthvað óvenjulegt gerist, hleypur ekki í kekki fyrr en búningsklæddir mæta. Þá er fjandinn líka laus.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2008 | 14:25
Fyndið í smáskömmtum - svo kárnar gamanið
Mig langar ósegjanlega að stofna varnarlið íslenskunnar (hef sett nokkra valinkunna á lista, sem ég hef þó ekkert gert við ennþá, vantar framtakið).
Rás 2: (L. Bl?) Ætlarðu að neimdroppa?" (e. name drop) lauma nöfnum e-a til upplýsingar.
Það er ansi exótískt" að hafa þátttakanda frá S-Ameríku
Viðmælandi (ekki þáttargerðarmaður) "Þeir eru með fullt af fólki undir sinni könnu"
RÚV: (Rúnar Snær) Teiserinn er ekki skaðlegur fyrir fólk með gangþráð"
Augl. í sjónvarpi: Myndbönd: ... sem unnið hefur til fjöldann allan af verðlaunum" (Atonement)
Augl. í sjónv.: Áttu óvænt von á gestum?" (Kötlu vöffludeig)
Ég undra mig"/ ég undraði mig"
Forsætisráðherra fór erlendis".
Ó.R. Grímsson: Þegar við erum að horfa til framtíðar"
Eignarfall á útleið? Vegna hækkun fasteignagjalda" - Vegna lækkun gengisins"
Fjallað um sjúkling: ... sendu sýni bæði austan hafs og vestan..."
I det hele tatt? Heilt í talið" - Í það heila (tekið)" - Heilt yfir" Þegar á heildina er litið
Fólk fjallar nokkuð um deiliskipulag" sem á það til að valda deilum og verður þá í þeirra meðförum deiluskipulag"
Að trúa eða ekki, e-u: Ég var nú ekki að kaupa þetta" - Hann keypti það alveg"
Að vera sáttur við viðurgjörning eða aðstæður: Ég er góður" - Ég er fínn"
Óþolandi: "Hafðu góðan dag" - Eigðu góða helgi"
Meira síðar. Er rétt að byrja
2.6.2008 | 23:57
Upplýsingar
DoctorE
birtir á bloggi sínu mjög áhugavert sjónvarpsviðtal við "arabíska" konu sem þorir að bjóða þeim birginn sem sennilega vildu hana feiga.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2008 | 23:20
Þjóðernisþunglyndi
Mér finnst næstum eins og íslenskan hafi óopinberlega verið lögð niður, og ég komin með ættjarðarþunglyndi vegna þess hve mjög mér finnst þjóðerni okkar þynnast hratt út. (Nú fæ ég að líkindum rasista- ef ekki nasista-stimpil)
Náttúrunni ekki sýnd miskunn,
krónan fer sennilega fljótlega (á, að sögn, þá að hætta að fljóta)
talað hefur verið um að skipta um þjóðsöng,
tungumálið verður æ veiklulegra.
Illmögulegt er stundum orðið að tjá sig á íslensku í verslunum og þjónustufyrirtækjum. Það var þá sem allir útlendingarnir fóru allt í einu að fara í taugarnar á mér (hrædd um að ég sé farin að taka þátt í kynþáttamisrétti).
ÍSLENSKI FÁNINN er eftir. Hef ekki heyrt um breytingar á honum. Hvað er eftir?
Tungumálið virðist vera það sem enn megi bjarga og sé þess virði.
Það er engin skömm að því að skrifa eða segja eitthvað vitlaust og manngildi síst af öllu fólgið í stafsetningarkunnáttu, EN þegar ambögufaraldur herjar á og það meðal annars á ágætlega talandi fólk, finnst mér verða að bregðast við. Ekki síst vegna þess að maður þarf sjálfur að hafa sig allan við, - til þess að falla ekki í e-a þessara gryfja sjálfur.
Íslenskt mál | Breytt 3.6.2008 kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.6.2008 | 01:09
Langar að fá kveðju(r)
Ég á afmæli í dag og langar svo að fá afmæliskveðju, skyldi það ganga? :)
Enginn kemur, enginn sést/ enginn dvelur hjá mér/ allir sem ég unni mest/ eru farnir frá mér.
30.5.2008 | 08:17
Fróðlegt - ekki á allra vitorði
Stig Richter 1 | Orkan í Júl 800.000 | J |
2 | 25.000.000 | J |
3 | 800.000.000 | J |
4 | 25.000.000.000 | J |
5 | 800.000.000.000 | J |
6 | 25.000.000.000.000 | J |
7 | 800.000.000.000.000 | J |
8 | 25.000.000.000.000.000 | J |
30.5.2008 | 01:03
Taldi JARÐSKJÁLFTANN AUKAVERKANIR
28.5.2008 | 16:03
Ætli R. hafi stolið líkkistunum til að mæta með í jarðarför SHJ?
27.5.2008 | 23:19
FORHERÐING að SKAMMAST sín EKKI
Ég þigg laun frá ríkinu og er þakklátur.
Auk þess fæ ég ókeypis í sundlaugar Það er yndislegt. Ég fengi líka smá afslátt af útlenskum bíómyndum sem ég notfærði mér, gæti ég setið svo lengi á mínum bága botni. Reyndar fengi ég líka góðan afslátt í strætó en nýti ekki, af því að ég er svo heppinn að eiga bíl. Hann er reyndar kominn yfir fermingaraldur en dugir ágætlega og kostar þó ekki nema kr. 15,70 að aka km.
Þá fæ ég flestöll lyf mjög niðurgreidd, svo og læknisheimsóknir og rannsóknir. Svo fæ ég fyrr en almenningur afsláttarkort vegna þessa. Fyrir vegabréf greiði ég bara helming (jafnvel bara 1/3). Sumar verslanir og þjónustufyrirtæki veita líka ívilnanir. Bifreiðagjöld og fasteignaskattur eru með heilmiklum afslætti. Það er líka frábært.
Það er skítt ef ég hef gleymt e-u. Biðst þá afsökunar og þakka ef ég kann að fá e-ð fleira sem ég man ekki í svipan. Það eru jú skattborgararnir sem gera mér allt þetta kleift.
Fór í bíó með ungri konu. Vissi að hún hafði verið sjúklingur alla ævi og hlyti að vera með OROR kort. Spurði afhverju hún sýndi það ekki og fengi 300kall í afslátt. Henni fannst það svo hallærislegt; vildi ekki láta sjást að hún hefði ekki fulla starfsorku. Þá sagði ég henni sögu af heilbrigðisstarfsmanni (Þórunni, hjúkrunarfr. á Reykjalundi) sem hefur gert mér lífið léttara á ýmsan hátt, m.a. með því að spyrja mig hvort ég héldi að e-r vildi skipta við mig, þegar ég sagðist skammast mín fyrir að vera á fullum launum úti í sólinni fyrir utan stofnunina, hjóla svo í laugina (ókeypis), þegar starfsbræður mínir væru í vinnunni, sveittir og þreyttir fyrir innan gluggatjöld, á sömu launum.
27.5.2008 | 00:08
ÉG Á alltaf nóg af peningum...
Ég á alltaf nóg af peningum ...
... OG legg fyrir í ferðasjóð. Af hverju tek ég aldrei eftir neinu, hvorki góðæri né hallæri? Hvað er að hjá mér?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2008 | 16:26
Mér er nákvæmlega sama um krakkaskítinn
Hvað sýnist þér?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2008 | 19:11
EINELTI og/eða útilokun „utanaðkomandi“ EÐLISLÆGT?
EFNI: Palestínskir flóttamenn frá Írak til Íslands
Þegar nýr hestur kemur í hús eða haga, er í hann sparkað og nagað, en í besta falli er hann látinn afskiptur og hímir ræfilslegur á jaðrinum.
Þegar nýr krakki kemur í skóla/leikskóla eða annars konar hóp, eiga þeir sem fyrir eru það oft til (sérstaklega ef hann er á einhvern hátt öðruvísi) að gera honum erfitt fyrir að smeygja sér í hópinn.
Klíkur hvers kyns; hvort sem þær hafa illvirki eða góðverk á sinni stefnuskrá, eru í eðli sínu lokaðar. Við látum okkur ekki dreyma um að bora okkur inní slík fyrirbæri, enda held ég að ekki færi vel um mann í gróinni klíku/hópi.
Ég er ekki einu sinni viss um að ljúfar saumaklúbbskonur létu sem ekkert væri ef allt í einu mættu utanklúbbskonur í fögnuð þeirra og vildu jafnvel fá að ráða einhverju um skemmtiatriði eða matföng.
Það er m.a.s. pískrað þegar nýtt fólk flytur í fjölbýlishús, tala nú ekki um ef konan ber slæðu eða eiga sérkennileg börn og/eða maka.
Samkvæmt nýjustu skilgreiningu þess hugtaks, er ég víst orðinn rasisti. Ég vil ekki að fólk (arabar né náfölir Færeyingar) gangi um götur með blæju svo ég sjái ekki framan í það. Höfuðslæða felur engan, svo það hræðir mig ekki.
Ég vil ekki búa nálægt (ath. ekki BÚA NÁLÆGT) mosku og láta vekja mig kl. 5 að morgni og ýta við mér á fjögurra tíma fresti. Ég vil ekki að innflytjendur = nýslendingar, flytji með sér lög og reglur sinna heimkynna.
Flyttist ég til lands þar sem islam réði ríkjum setti ég á mig þær slæður og slóða sem til væri ætlast og færi svo bara með Jesú bróður besta og æti beikon heima hjá mér J
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2008 | 00:23
FORDÓMAR (mínir) um FORSETAFRÚ
Margir vilja gjarnan hafa forsetafrúna okkar frjálslega og hegða sér alþýðlega. En hvar er línan sem fær okkur til að finnast hún kjáni með óseðjandi athyglisþörf?
Mínir fordómar byrjuðu strax, rétt eftir "ráðrúmslegu" hjónaleysanna, þegar hún sagðist ætla að verða góður fulltrúi íslensku þjóðarinnar. Já takk, en nei, takk, afbið fulltrúa.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.5.2008 | 01:13
HJÁLPARSTOFNUN BANKANNA ±
Hjálparstarf bankastofnana ±
Hvernig gátu bankar og önnur fjármálafyrirtæki blásið öllum sönsum og rökhugsun úr fólki? Datt fólki virkilega í hug að þessi fyrirtæki væru að hjálpa ungu fólki og öðrum sem þurfa á íbúðalánum að halda? Síðan hvenær er það hugsanlegt að auglýsing frá fjármálastofnun sé ábending um að hún ætli að létta einhverjum greiðslubyrði og lánaáþján?
Þegar sést gylliboð frá þessum stofnunum á maður að hlaupa ef maður getur, það má bóka það að gylliboðið miðast ekki við hag viðskiptavinanna. Auðvitað vill maður ekki að þessi fyrirtæki fari á hausinn en við verðum að gæta að. Þeir sem yngri eru verða að leita sér fróðleiks og það EKKI HJÁ FYRIRTÆKINU sem ætlar sér að féfletta þig pínulítið eða alveg!
Það eru ekki allir sem hugsa vel útí hegðun jafngreiðslulána sem oftast eru merkt annuitet á verðbréfum og innheimtuseðlum. Þegar bankarnir stukku fram, fyrir man ekki fyrir hve fáum árum, og buðu lægri vexti á fasteignalánum en höfðu tíðkast hefði þurft nett námskeið. En þegar lántakandi er búinn að borga af jafngreiðsluláni í 10-15 ár (af 40 ára láni; þ.e. ca helming lánstímans) fer að hjakka í höfuðstólinn. Sá sem fengið hafði Íbúðalánasjóðslán og borgað af því t.d. 15 ár og skipti svo yfir í gylliboðið um kannski 1-1 ½% lægri v exti, varð að BYRJA UPPÁ NÝTT að borga útjafnaða vexti og bætur og engin eignaaukning hafin. Ekki nóg með það heldur hafa flestir bankarnir endurskoðunarákvæði um breytingu vaxtaprósentu, t.d. á 10 ára fresti. Það þýðir það að grey sem var búið að borga vexti í áraraðir, án þess að eignast neitt, fer yfir til peningastofnunar sem býður aðeins lægri vexti og kannsi hærri lánsfjárhæð, byrjar á vaxtagreiðslum á ný, glaður vegna lægri vaxta en gleymir að lesa eða vill ekki muna eða heldur að ekki skipti máli að umsamdir vextir gilda ekki allan lánstímann!
Það er auðvitað ekki bönkunum að kenna að við hegðum okkur eins og fávitar í fjármálum, t.d. voru allmargir sem tóku aðeins hærra lán en sem nam fjárhæð til uppgreiðslu þess eldra, og redduðu svona sitt hverju smálegu, sem þeir höfðu ekki alveg haft efni á. Eins og þeir hefðu frekar efni á því með meira láni.
Margir muna auglýsingu, sem reyndar hvarf eftir frekar skamman tíma. Þar voru boðin íbúðalán sem ekki þurfti að greiða af fyrstu fimm árin, en VEXTI skyldi þó greiða. Sennilega sitja einhverjir eftir með sárt ennið og geta í besta falli huggað sig við að hafa borgað sjálfum sér fokdýra leigu.
Þá tröllriðu gjaldeyristengdu lánin markaðssetningu fjármálastofnananna. Á þeim tíma var a.m.k. jenið óvenjulágt og enginn yfir örvitagreind gat verið svo bjartsýnn að halda að það stigi ekki fljótlega. Herra minn, og þá höfðu núverandi aðstæður ekki komið í ljós eða fæstum ljóst að þær væru að skapast. Það erum við að fatta um þessar mundir.
Ég vil að meðhöndlun fjármála heimilanna þ.m.t. innsýn í fjármálaheiminn verði skyldugrein í grunnskólum og því námskeiði ljúki með prófi. Standist nemandi ekki það próf, fyrirgerir hann rétti sínum til að sýsla með fé fyrir aðra en hann einan og sjálfan (geti ekki skuldsett maka og börn (fjölskyldu) og jafnvel sett þau í óendanlega skuldafjötra)21.4.2008 | 15:05
Kvikmyndasafn Íslands 2008
Um daginn var rússneska stórmyndin Hamlet sýnd í Bæjarbíó (rússn: Gamlet ekkert "H" þar) Hún er "að öðrum Hamletmyndum ólöstuðum, fremst meðal jafningja"
Á morgun, þri. 22.apr og aftur lau. 26.apr. verður Flamenco Carlos Saura. Hún er ótrúlega flott, var með gæsahúð mestallan tímann, ef ekki bara oddaflug.
Þeir sem hafa áhuga á að skoða gamla og nýja gullmola ættu að finna ýmislegt við sitt hæfi í Bæjarbíó, fyrir 500 kall.
Kvikmyndasafnið er með vefsíðuna: www.kvikmyndasafn.is
20.4.2008 | 02:37
Húsvíkingur hafði í hótunum við Kópavogsbúa
Mikið hefur verið rætt og ritað um nauðsyn eða óþarfa skilgreininga á uppruna og/eða þjóðerni/búsetu aðila í umfjöllun fréttamiðla.
Hvað er að því að láta fylgja upplýsingar um uppruna fólks og/eða búsetu þegar birtar eru fréttir eða aðrar umsagnir?
Af hverju má ekki segja að Pólverjar hafi barið aðra Pólverja í klessu? (á e.t.v. að segja "Hópur manna lamdi á öðrum hópi manna í Keilufellinu"?)
Af hverju má ekki segja að hópur Asíuættaðra unglinga hafi lumbrað á skólabróður sínum í Hagaskóla?
Af hverju ætti ekki að segja frá ef 4 Litháar væru handteknir vegna innbrots?
Hvernig sneri þetta að okkur ef málin gengju í "hina áttina"? Eigum við kannski ekki að segja frá því ef íslenskir óþokkar og ofstopamenn í annarlegu ástandi gengju í skrokk á pólskum trésmið?
Það er líka svo komið eftir að farið hefur að bera á ört vaxandi glæpastafsemi útlendinga hér á landi, að taka fram þegar Íslendingar eiga í hlut, hreinlega til að bera blak af útlendingum sem annars yrðu e.t.v. "grunaðir" af almenningi. Full ástæða er í frásögn af innbroti og ráni að taka t.d. fram: "Þrír íslenskir menn sem áður hafa komist í kast við lögin, lögðu íbúð við Laugaveginum í rúst og stálu öllum verðmætum og "söluhæfum" hlutum"
Hvaða voðalega hræðsla er þetta? Vonandi heldur enginn að ég hafi horn í síðu Húsvíkinga þótt fyrirsögnin sé höfð svona, til að vekja athygli á málinu.
með kveðju,
íslenskur bloggari af höfuðborgarsvæðinu!