Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Fróðlegt - ekki á allra vitorði

Stig Richter

      1 

    Orkan í Júl

 800.000

J

     2  

25.000.000

J

     3  

800.000.000

J

     4  

25.000.000.000

J

     5  

800.000.000.000

J

     6  

25.000.000.000.000

J

     7  

800.000.000.000.000

J

     8  

25.000.000.000.000.000

J


Taldi JARÐSKJÁLFTANN AUKAVERKANIR

Assgolli sem mig svimaði allt í einu!  Barnabarnið tók ekki eftir neinu, eða lét sér fátt um finnast, svo við ákváðum að bíða og sjá hvort hið rétta kæmi ekki í ljós í fréttunum.Alvanalegt að svima, ringlast, verða skjálgeygur, ganga á veggi og dyrastafi eða missa fótanna. Datt því ekkert annað í hug en að nú væru að koma í ljós einhverjar fjandans aukaverkanir einhvers lyfjanna.Hvort það segir meira um heilsuna, mig eða lyfin að detta þetta fyrst í hug við 6,1–6,3 á Richters?!

Ætli R. hafi stolið líkkistunum til að mæta með í jarðarför SHJ?

Ég bara spur.

FORHERÐING að SKAMMAST sín EKKI

Ég „þigg“ laun frá ríkinu og er þakklátur.                                                             

Auk þess fæ ég ókeypis í sundlaugar  Það er yndislegt. Ég fengi líka smá afslátt af útlenskum bíómyndum sem ég notfærði mér, gæti ég setið svo lengi á mínum bága botni. Reyndar fengi ég líka góðan afslátt í strætó en nýti ekki, af því að ég er svo heppinn að eiga bíl.  Hann er reyndar kominn yfir fermingaraldur en dugir ágætlega og kostar þó ekki nema kr. 15,70 að aka km.

Þá fæ ég flestöll lyf mjög niðurgreidd, svo og læknisheimsóknir og rannsóknir. Svo fæ ég fyrr en „almenningur“ afsláttarkort vegna þessa. Fyrir vegabréf greiði ég bara helming (jafnvel bara 1/3). Sumar verslanir og þjónustufyrirtæki veita líka ívilnanir.  Bifreiðagjöld og fasteignaskattur eru með heilmiklum afslætti.  Það er líka frábært.

Það er skítt ef ég hef gleymt e-u. Biðst þá afsökunar og þakka ef ég kann  að fá e-ð fleira sem ég man ekki í svipan.  Það eru jú skattborgararnir sem gera mér allt þetta kleift.

Fór í bíó með ungri konu. Vissi að hún hafði verið sjúklingur alla ævi og hlyti að vera með OROR kort. Spurði afhverju hún sýndi það ekki og fengi 300kall í afslátt.  Henni fannst það svo hallærislegt; vildi ekki láta sjást að hún hefði ekki fulla starfsorku.  Þá sagði ég henni sögu af heilbrigðisstarfsmanni (Þórunni, hjúkrunarfr. á Reykjalundi) sem hefur gert mér lífið léttara á ýmsan hátt, m.a. með því að spyrja mig hvort ég héldi að e-r vildi skipta við mig, þegar ég sagðist skammast mín fyrir að vera á fullum launum úti í sólinni fyrir utan stofnunina, hjóla svo í laugina (ókeypis), þegar starfsbræður mínir væru í vinnunni, sveittir og þreyttir fyrir innan gluggatjöld, á sömu launum.


ÉG Á alltaf nóg af peningum...

Ég á alltaf nóg af peningum ...

... OG legg fyrir í ferðasjóð.  Af hverju tek ég aldrei eftir neinu, hvorki góðæri né hallæri?  Hvað er að hjá mér?


Mér er nákvæmlega sama um krakkaskítinn

Þegar okkur býðst að fræðast um leiðir til að bæta líðan barna okkar í lengd og bráð og fá ábendingar sem kæmið gætu í veg fyrir áföll í framtíðinni, hvað gerum við þá?  Kjósum við flest annað framyfir það? Sorg og hneykslan mín er vegna þess sem mér virðist einkennileg forgangsröðun.Við lesum og heyrum um vansæl ungmenni, og sum þeirra eiga ekki aftur kvæmt til eðlilegs og hamingjuríks lífs.Ástæða þessara skrifa er fræðslufundur sem foreldrafélag hélt.  Á hann voru boðaðir foreldrar og forráðamenn barna á leikskóla þar sem rúmlega 100 börn dvelja, ásamt foreldrum/forráðamönnum barna í rúmlega 200 barna grunnskóla sama hverfis. Á FYRIRLESTURINN / FUNDINN MÆTTU 6 (SEX) FORELDRAR og það eingöngu? stjórnarmenn foreldrafélagsins.

Hvað sýnist þér?


EINELTI og/eða útilokun „utanaðkomandi“ EÐLISLÆGT?

EFNI: Palestínskir flóttamenn frá Írak til Íslands

Þegar „nýr“ hestur kemur í hús eða haga, er í hann sparkað og nagað, en í besta falli er hann látinn afskiptur og hímir ræfilslegur á jaðrinum.

Þegar „nýr“ krakki kemur í skóla/leikskóla eða annars konar hóp, eiga þeir sem fyrir eru það oft til (sérstaklega ef hann er á einhvern hátt „öðruvísi“) að gera honum erfitt fyrir að smeygja sér í hópinn.

Klíkur  hvers kyns; hvort sem þær hafa illvirki eða góðverk á sinni stefnuskrá, eru í eðli sínu „lokaðar“. Við látum okkur ekki dreyma um að bora okkur inní slík fyrirbæri, enda held ég að ekki færi vel um mann í gróinni klíku/hópi.

Ég er ekki einu sinni viss um að ljúfar saumaklúbbskonur létu sem ekkert væri ef allt í einu mættu utanklúbbskonur í fögnuð þeirra og vildu jafnvel fá að ráða einhverju um skemmtiatriði eða matföng.

Það er m.a.s. pískrað þegar nýtt fólk flytur í fjölbýlishús, tala nú ekki um ef konan ber slæðu eða eiga „sérkennileg“ börn og/eða maka.

Samkvæmt nýjustu skilgreiningu þess hugtaks, er ég víst orðinn „rasisti“. Ég vil ekki að fólk (arabar né náfölir Færeyingar) gangi um götur með blæju svo ég sjái ekki framan í það. Höfuðslæða felur engan, svo það hræðir mig ekki.

Ég vil ekki búa nálægt (ath. ekki BÚA NÁLÆGT) mosku og láta vekja mig kl. 5 að morgni og ýta við mér á fjögurra tíma fresti.  Ég vil ekki að innflytjendur = nýslendingar, flytji með sér lög og reglur sinna heimkynna.

Flyttist ég til lands þar sem islam „réði ríkjum“ setti ég á mig þær slæður og slóða sem til væri ætlast og færi svo bara með „Jesú bróður besta“ og æti beikon heima hjá mér J


FORDÓMAR (mínir) um FORSETAFRÚ

Margir vilja gjarnan hafa forsetafrúna okkar frjálslega og hegða sér alþýðlega. En hvar er línan sem fær okkur til að finnast hún kjáni með óseðjandi athyglisþörf?

Mínir fordómar byrjuðu strax, rétt eftir "ráðrúmslegu" hjónaleysanna,  þegar hún sagðist ætla að verða góður fulltrúi íslensku þjóðarinnar. Já takk, en nei, takk, afbið fulltrúa.


HJÁLPARSTOFNUN BANKANNA ±

Hjálparstarf bankastofnana   ±

Hvernig gátu bankar og önnur fjármálafyrirtæki blásið öllum sönsum og rökhugsun úr fólki?  Datt fólki virkilega í hug að þessi fyrirtæki væru að „hjálpa“ ungu fólki og öðrum sem þurfa á íbúðalánum að halda?  Síðan hvenær er það hugsanlegt að auglýsing frá fjármálastofnun sé ábending um að hún ætli að létta einhverjum greiðslubyrði og lánaáþján? 

Þegar sést gylliboð frá þessum stofnunum á maður að hlaupa ef maður getur, það má bóka það að gylliboðið miðast ekki við hag viðskiptavinanna.  Auðvitað vill maður ekki að þessi fyrirtæki fari á hausinn en við verðum að gæta að.  Þeir sem yngri eru verða að leita sér fróðleiks og það EKKI HJÁ FYRIRTÆKINU sem ætlar sér að féfletta þig pínulítið eða alveg!

Það eru ekki allir sem hugsa vel útí „hegðun“ jafngreiðslulána sem oftast  eru merkt „annuitet“ á verðbréfum og innheimtuseðlum.  Þegar bankarnir stukku fram, fyrir man ekki fyrir hve fáum árum, og buðu lægri vexti á fasteignalánum en höfðu tíðkast hefði þurft nett námskeið. En þegar lántakandi er búinn að borga af jafngreiðsluláni í 10-15 ár (af 40 ára láni; þ.e. ca helming lánstímans) fer að hjakka í höfuðstólinn.   Sá sem fengið hafði Íbúðalánasjóðslán og borgað af því t.d. 15 ár og skipti svo yfir í gylliboðið um kannski  1-1 ½%  lægri v exti, varð að BYRJA UPPÁ NÝTT að borga útjafnaða vexti og bætur og engin eignaaukning hafin.  Ekki nóg með það heldur hafa flestir bankarnir endurskoðunarákvæði um breytingu vaxtaprósentu, t.d. á 10 ára fresti. Það þýðir það að grey sem var búið að borga vexti í áraraðir, án þess að eignast neitt, fer yfir til peningastofnunar sem býður aðeins lægri vexti og kannsi hærri lánsfjárhæð, byrjar á vaxtagreiðslum á ný, glaður vegna lægri vaxta en gleymir að lesa eða vill ekki muna eða heldur að ekki skipti máli að umsamdir vextir gilda ekki allan lánstímann!

Það er auðvitað ekki bönkunum að kenna að við hegðum okkur eins og fávitar í fjármálum, t.d. voru allmargir sem tóku „aðeins hærra“ lán en sem nam fjárhæð til uppgreiðslu þess eldra, og redduðu svona sitt hverju smálegu, sem þeir höfðu ekki alveg haft efni á. Eins og þeir hefðu frekar efni á því með meira láni.

Margir muna auglýsingu, sem reyndar hvarf eftir frekar skamman tíma. Þar voru boðin íbúðalán sem ekki þurfti að greiða af fyrstu fimm árin, en VEXTI skyldi þó greiða. Sennilega sitja einhverjir eftir með sárt ennið og geta í besta falli huggað sig við að hafa borgað sjálfum sér fokdýra leigu.

Þá tröllriðu gjaldeyristengdu lánin markaðssetningu fjármálastofnananna. Á þeim tíma var a.m.k. jenið óvenjulágt og enginn yfir örvitagreind gat verið svo bjartsýnn að halda að það stigi ekki fljótlega.  Herra minn, og þá höfðu núverandi aðstæður ekki komið í ljós eða fæstum ljóst að þær væru að skapast. Það erum við að fatta um þessar mundir.

Ég vil að meðhöndlun fjármála heimilanna þ.m.t. innsýn í fjármálaheiminn verði skyldugrein í grunnskólum og því námskeiði ljúki með prófi. Standist nemandi ekki það próf, fyrirgerir hann rétti sínum til að sýsla með fé fyrir aðra en hann einan og sjálfan (geti ekki skuldsett maka og börn (fjölskyldu) og jafnvel sett þau í óendanlega skuldafjötra) 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband